Eimreiðin - 01.01.1944, Blaðsíða 58
38
HVERS Á [THOMAS] IIARDY AÐ GJALDA? EIMREIÐIN
að lesa það ófróðlega. Þannig er það ranglega eftir mér haft,
að „Hardy hafi liaft megnan beyg af lélegum þýðendum“. Þetta
er mér með öllu ókunnugt, og ég hef þar af leiðandi vitaskuld
aldrei sagt það. Ekki hef ég lieldur sagt, að hann hafi „oft orðið
fyrir barðinu á þeim44.1) Það, sem ég lief sagt um T. H. og'
þýðara hans, er þetta:
„Þegar Thoinas Harily leyfiVi þýðingu á sögum sínum, krafðist liann
jiess, aiV þeini væri í engu breytt né úr þeim fellt. Eigi aiV síð'ur hefur
hann þó sætt misjafnri meiVferiV lijá þýðurum og næsta liraklegri hjá
sumum, t. cl. konu þeirri, sem reynt hefur að snúa Tess á dönsku.“
Þá er kvæðiskornið um Hardy. Það má nú segja, að auntur
er öfundlaus maður. En þó að „skáldskapur“ T. G. sé í bágara
lagi — svo að af þeim bágindum lield ég tæplega að ofsögum
verði sagt, — þá er þetta kvæði mitt svo stutt (einar 44 línur),
að jafnvel fyrir T. G. tók því ekki að æðrast. Hardy er eftir sem
áður ærið yrkisefni fyrir niiklii stærri skáld en Tómas. Ég bef
nú annars lítið að því gert um dagana að eyða rúmi í prentuðum
ritum undir þær liendingar, sem ég hef tengt saman; og þó að
þær kunni yfirleitt að vera skárri en „ljóð“ T. G., ekki alveg
sama fómahljóðið í þeim, þá er sá munurinn, að ég hef ahlrei
reynt að koma þeirri liugmynd inn hjá sjálfum mér né öðrum,
að ég væri skáld, og mun að öllu sjálfráðu aldrei gera. T. G.
veit án efa til þess, að miður lieiðarlegir menn ltafa stundum gefið
lit ávísanir á innstæðulausar sparisjóðsbækur. Slíkt varðar nú að
vísu við hegningarlögin. Og enda þótt lögin líti öðruvísi á, finnst
mér það ætíð svipaðs eðlis, þegar menn, sem ekki eru annað en
réttir og sléttir lmoðarar, eru að telja einföldum manneskjum
trú um, að þeir séu í rauninni skáld. Því er mér það leitt, að
menn, sem annars vilja fráleitt vamm sitt vita, skuli þyrla upp
því auglýsingamoldviðri um efnislausan og hálfstuðlaðan sam-
setning sinn, að jieir fara loks sjálfir að trúa á sig sem skáld,
sníkja eftir ómagaframfæri úr ríkissjóði — já, og ef til vill fá
það að lokum, Jiví að margt getur komið fyrir á jiessum tímum.
Þetta er líka hættulegur leikur fyrir mennina sjálfa; það getur
svo farið að síðustu, að eitthvert barnið segi frá því, að |>að sjái
ekki nýju fötin keisarans, heldur allsnakinn kroppinn.
J) Þ. e. að þeir beittu liann harðneskju — fantarnir! Getur það verið, að
hinn hálærði Helgafells-rilstjóri hafi misskilið talsháttinn, sem hann notaði?