Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1944, Blaðsíða 93

Eimreiðin - 01.01.1944, Blaðsíða 93
RIMREIÐIN RITSJÁ 73 í hverjum flokki, og suma bók- menntaflokka vantar alveg. Bækur um stjórnmál og þjóðfélagsmál, út- komnar 1943, hef ég orðið var við 8, um uppeldismál 1, náttúrufrœði 2, heilsu- og lœknisfrœði 3, iðn- og vélfrœði 3, söng- og tónfrœði 2, bjóðleg frœði og þjóðsögur 2, guð- frceði 3, íþróttir og leiki 3, leik- rit 1, heimspeki og sálarfrœði 4 og ritgerðasöfn (essays) 3. Undir stjórnmál og styrjöldina mætti heimfæra 3—4 rit, öll þýdd. Aftur á móti get ég ekki fundið neinar íslenzkar bækur frá síðasta ári um efnafræði, fornfræði, radíófræði, flugtækni, búvísindi, húsagerðar- list, lögvísindi, grasafræði, skipu- lagsmál o. fl. Með bókum um skipu- lagsmál á ég við bækur, sem fjalla um skipulag heimila, bæja og hér- aða, en af slikum bókum kemur nú allmikið út í Englandi í sambandi við þá viðreisnaráætlun, upp úr yfirstándandi styrjöld, sem hvar- 'etna er verið að leggja í löndum handamanna. Af þessu lauslega yfirliti virðist ijóst, að íslenzk útgáfustarfsenii er enn allmjög einhæf og handn- hófskennd. Er þetta ef til vill eðlilegt vegna fæðar fólksins og fábreytni atvinnulífsins. Þó þarf hér umbóta við. Áætla má, að um 200 bækur hafi komið út á íslandi árið 1943, og er mikið af þessu býdd rit, einkum skáldsögur. En bœr eru harla fáar bækurnar, sem ut koma á Islandi um hagnýt efni, 'erkfræði, vélfræði og önnur skyld fræði. Nýtt tímarit hóf þó göngu sín.i á s. 1. ári, gefið út af félagi ■uanna, sem stunda verkfræðistörf. Tímarit þetta nefnist Tœkni og jallar um tæknileg efni eingöngu. irðist þar vel af stað farið, og er hér vonandi upphaf annars meira. Bókaútgáfan í landinu sýnir, að enn eru Islendingar söguþjóðin, sem ann skáldskap og fögrum bók- menntum, svo sem h-ún hefur gert um aldir. Slíkt ber ekki að lasta. En þjóðin þarf að fylgjast með tím- anum. Hún þarfnast einnig hag- nýtra bóka, sem af megi læra margt um það, hvernig bezt verði bætt kjör fólksins, sem í landinu lifir og á að lifa um komandi ár. Ef við ekki fylgjumst með framförum í þessu efni, verðum við eftirbátar annarra þjóða, einmitt þegar mest á ríður að verða það ekki, einmitt þegar við erum að öðlast fullveldið lang- þráða og taka á okkur til fulls ábyrgðina, sem því fylgir. Sv. S. Skagjirzk frœði IV— V: HEIM AÐ HÓLUM, eflir Brynleif Tobíasson. Rvík 1943 (Sögufélag Skagfiröinga). Þrjú rit hafa áður verið gefin út af þessu safni rita, er Sögufélag Skagfirðinga stendur að, „Ásbirning- ar“ eftir Magnús Jónsson dr. theol., „Landnám í Skagafirði“ eflir próf. Ólaf Lárusson og „Frá miðöldum í Skagafirði” eftir Margeir Jónsson fræðimann. Eru þetta allt hin merk- ustu og vönduðustu rit. Má hið sama segja um þessa bók, er Brynleifur Tobíasson, sem er Skagfirðingur að ætt, kennari í Menntaskólanum á Ak- ureyri, guðfræðingur að menntun og ágætur sögufræðingur, gáfumaður mikill og vandvirkur, hefur samið. Þetta er safn hinna fyrstu Hóla- biskupa á 11. og 12. öld, einkum um 12. öldina, þeirra Jóns Ögmundar- sonar hins helga og eftirmanna hans á biskupsstóli, Ketils Þorsteinssonar, Björns Gilssonar og Brands Sæmunds- sonar og margra höfðingja á þeirra dögum. Mikil saga, er varðar allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.