Eimreiðin - 01.01.1944, Blaðsíða 28
8
VIÐ WÓÐVEGINN
rciMRETDTN
skýri sem sannast og' réttast frá staðreyndum og leiðrétti
rangfærslur, hvaðan sem koma og hver sem í hlut á.
Vesturför biskups.
Nýlega hefur Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi
minnzt 25 ára afmælis síns með liátíð, þar sem biskup íslands
mætti fyrir hönd heimaþjóðarinnar. Félag þetta hefur verið
hollur landkynnir í Vesturheimi, og á þessari hátíð voru
það hin hljóðu kynni við það bezta úr íslenzkum arfi, sem
fylltu hugina hollum metnaði og hjörtun fagnaðarblöndn-
um trega. Meðvitundin um ný og traustari bönd „yfir höfin
bráðu“, milli íslenzka stofnsins í austri og greinanna af
honum, sem gróðursettar eru í vestri, gerði hátíð þessa
að fagnaðarhátíð framtíðar jafnframt því, sem hún
var hátíð minninganna. Allar fregnir styrkja þá trú,
að för biskups vestur hafi orðið til heilla fyrir sam-
vinnu og gagnkvæma vináttu íslendinga austan hafs og
vestan. Biskup hefur síðan ferðast bæði um Kanada og
Bandaríkin. Hefur þessum fulltrúa íslenzku þjóðarinnar
verið tekið hvarvetna með hinni mestu alúð og sæmd, og
för hans reynzt giftusamleg.
Fyrsti sendiherra Sovjetríkjanna á íslandi.
Enn hefur eitt voldugasta stórveldi heims veitt íslandi
viðurkenningu með því að senda hingað fulltrúa sinn. -—
Sunnudaginn 19. þ. m. tók ríkisstjóri á móti nýkomnum
sendiherra Sovjetríkjanna á íslandi, Alexei Nikolaevich
Krassilnikov. Fór móttökuathöfnin fram á ríkisstjórasetr-
inu að Bessastöðum, þar sem sendiherrann afhenti umboðs-
skjal sitt frá Æðsta ráði Sovjetríkjanna, undirskrifað af
Kalinin, forseta ráðsins, og Molotov utanríkisráðherra. 1
komu sendiherrans hingað felst mikilvæg viðurkenning hins
volduga Sovjetríkjasambands á fullveldi fslands. Pétur
Benediktsson, sem verið hefur sendiherra íslands í London,
hefur nú verið skipaður sendiherra fslands í Sovjetríkjun-
um, með aðsetri í Moskva, en í hans stað hefur Stefán Þor-
varðarson, áður fulltrúi í utanríkismálaráðuneytinu, tekið
við sendiherrastarfinu í London.