Eimreiðin - 01.01.1944, Blaðsíða 76
56
LÆRÐUR LEIKARI
EIMREIÐIN
svo undarlega gerður, að
hann ól í brjósti metnað
fyrir liönd stéttar, sem var
ekki til á íslandi. Hann
var svo djarfur að segja
skilið við ríkjandi stefnur
og sjónarmið leiksviðsins
hér, og liann ætlaði sér þá
dul að fara að læra að
leika — reyndur leikar-
inn. Og liann hafði þann
einlæga ásetning að not-
færa sér lærdóminn til að
koma fram breytingum á
því leiksviði, sem var hon-
um kærara en allt annað.
Fvrir allt þetta var á-
kvörðun Haralds Björns-
sonar næsta merkileg —
og alveg ófyrirgefanleg.
Það kom brátt á daginn,
að þeir, sem ríktu á leiksviðinu bér, voru ekki alveg á því að
eftirláta Haraldi erfðaríkið baráttulaust. Frá sjónarmiði þeirra
var það eins og livert annað ófyrirgefanlegt axarskaft að fara að
læra að leika utanlands. Hafði leiksviðið hér ekki eignazt frábæra
leikendur, sem lærl liöfð'u alla sína list upp á eigin spýtur og með
því að taka eftir leik liinna eldri og reyndari leikenda? Því var
ekki neitað, að námsfarir við og við gætu komið að góðu gagm,
en fráleitt ef farið væri að ganga í útlenda leikskóla. Leiksviðið
sjálft var skólinn, sem alla varð að útskrifa. Lærður leikari var
úthrópaður sem veraldarundur, það varð skainmaryrði á leiksvið-
inu og utan þess. Og hinum lærða leikara skyldi sannarlega gert
heitt í hamsi, áður en liann hlyti endanlega viðurkenningu heima-
tilbúnu listamannanna.
Haraldur hafði á sínum tíma brotið allar brýr að baki sér, er
liann réðst til námsins. Hann liafði sagt upp góðri stöðu á Akur-
evri, selt hús sitt og eigur og flutt búferlum með kouu og ung .
börn til Kaupmannahafnar. Er hann nú að loknu námi hugði