Eimreiðin - 01.01.1944, Blaðsíða 93
RIMREIÐIN
RITSJÁ
73
í hverjum flokki, og suma bók-
menntaflokka vantar alveg. Bækur
um stjórnmál og þjóðfélagsmál, út-
komnar 1943, hef ég orðið var við
8, um uppeldismál 1, náttúrufrœði
2, heilsu- og lœknisfrœði 3, iðn- og
vélfrœði 3, söng- og tónfrœði 2,
bjóðleg frœði og þjóðsögur 2, guð-
frceði 3, íþróttir og leiki 3, leik-
rit 1, heimspeki og sálarfrœði 4 og
ritgerðasöfn (essays) 3. Undir
stjórnmál og styrjöldina mætti
heimfæra 3—4 rit, öll þýdd. Aftur
á móti get ég ekki fundið neinar
íslenzkar bækur frá síðasta ári um
efnafræði, fornfræði, radíófræði,
flugtækni, búvísindi, húsagerðar-
list, lögvísindi, grasafræði, skipu-
lagsmál o. fl. Með bókum um skipu-
lagsmál á ég við bækur, sem fjalla
um skipulag heimila, bæja og hér-
aða, en af slikum bókum kemur nú
allmikið út í Englandi í sambandi
við þá viðreisnaráætlun, upp úr
yfirstándandi styrjöld, sem hvar-
'etna er verið að leggja í löndum
handamanna.
Af þessu lauslega yfirliti virðist
ijóst, að íslenzk útgáfustarfsenii
er enn allmjög einhæf og handn-
hófskennd. Er þetta ef til vill
eðlilegt vegna fæðar fólksins og
fábreytni atvinnulífsins. Þó þarf
hér umbóta við. Áætla má, að um
200 bækur hafi komið út á íslandi
árið 1943, og er mikið af þessu
býdd rit, einkum skáldsögur. En
bœr eru harla fáar bækurnar, sem
ut koma á Islandi um hagnýt efni,
'erkfræði, vélfræði og önnur skyld
fræði. Nýtt tímarit hóf þó göngu
sín.i á s. 1. ári, gefið út af félagi
■uanna, sem stunda verkfræðistörf.
Tímarit þetta nefnist Tœkni og
jallar um tæknileg efni eingöngu.
irðist þar vel af stað farið, og er
hér vonandi upphaf annars meira.
Bókaútgáfan í landinu sýnir, að
enn eru Islendingar söguþjóðin,
sem ann skáldskap og fögrum bók-
menntum, svo sem h-ún hefur gert
um aldir. Slíkt ber ekki að lasta.
En þjóðin þarf að fylgjast með tím-
anum. Hún þarfnast einnig hag-
nýtra bóka, sem af megi læra margt
um það, hvernig bezt verði bætt kjör
fólksins, sem í landinu lifir og á
að lifa um komandi ár. Ef við ekki
fylgjumst með framförum í þessu
efni, verðum við eftirbátar annarra
þjóða, einmitt þegar mest á ríður
að verða það ekki, einmitt þegar
við erum að öðlast fullveldið lang-
þráða og taka á okkur til fulls
ábyrgðina, sem því fylgir. Sv. S.
Skagjirzk frœði IV— V: HEIM AÐ
HÓLUM, eflir Brynleif Tobíasson.
Rvík 1943 (Sögufélag Skagfiröinga).
Þrjú rit hafa áður verið gefin út
af þessu safni rita, er Sögufélag
Skagfirðinga stendur að, „Ásbirning-
ar“ eftir Magnús Jónsson dr. theol.,
„Landnám í Skagafirði“ eflir próf.
Ólaf Lárusson og „Frá miðöldum í
Skagafirði” eftir Margeir Jónsson
fræðimann. Eru þetta allt hin merk-
ustu og vönduðustu rit. Má hið sama
segja um þessa bók, er Brynleifur
Tobíasson, sem er Skagfirðingur að
ætt, kennari í Menntaskólanum á Ak-
ureyri, guðfræðingur að menntun og
ágætur sögufræðingur, gáfumaður
mikill og vandvirkur, hefur samið.
Þetta er safn hinna fyrstu Hóla-
biskupa á 11. og 12. öld, einkum um
12. öldina, þeirra Jóns Ögmundar-
sonar hins helga og eftirmanna hans
á biskupsstóli, Ketils Þorsteinssonar,
Björns Gilssonar og Brands Sæmunds-
sonar og margra höfðingja á þeirra
dögum. Mikil saga, er varðar allt