Eimreiðin - 01.09.1960, Page 18
202
EIMREIÐIN
ekki á loftkastala. Og mér þykir nreira en dálítið vænt um þig, ég
elska þig, skilurðu. Og nrér finnst ég geti ekki lifað án þín. Þess
vegna ætlaði ég — og nú þorirðu ekki að fylgja mér!“
Hún horfði á mig einkennilega spennt á svipinn — og ég skal játa,
að andartaksstund fór skrítinn skjálfti um mig, ég var víst hrædd-
ur, þegar allt konr til alls? En hanringja nrín var langsanrlega meiri
en óttinn, ég brosti til hennar sæll og glaður, unr leið og ég tók i
hendina á lrenni og renndi mér af stað. Og ekki var lrægt að villast
unr gleðina í rödd liennar, er hún lrrópaði nafnið nritt og þrýsti
sér fast að mér.
Það hallaði undan, og við vorunr brátt komin á fleygiferð. Ein-
hverjar raddir voru að lrvísla innra með nrér, en ég lrlustaði ekkt
á þær. Ég var raunverulega hanringjusamur, og eftir nokkra stund
komst ekkert annað að. Anna elskaði mig, livað gerði það þá tih
þótt lífið yrði aðeins ein örskotsstund, úr því að það var stund al-
sælunnar! Ég þaggaði allar hugsanir niður og naut þess að finna
hana við hlið nrér.
Brekkan varð sífellt brattari, það var senr stormur blési í fang
okkar. Myrkrið og lrríðarmuggan byrgðu allt útsýni, ég sá ekki arnrs-
lengd frá mér. — Bráðum hlýtur það að gerast, hugsaði ég, en
fann ekki lengur til neins ótta. Ég tók bara fastar í Iröndina á Onnu
og var tilbúinn að grípa lrana i faðm mér, um leið og við rykjuna
fram af. Hinztu augnablikin skyldi lrún lrvíla í örmum mínum!
Skyndilega varð alveg snarbratt. — Bjargbrúnin! hugsaði ég °g
fann til einhvers konar glímuskjálfta; það var mjög einkennileo
tilfinning, senr ég hef ekki kennt, hvorki fyrr né síðar. Svo þreii eg
stúlkuna á loft og þrýsti lrenni að mér af öllu afli mínu.
í sama bili runnum við inn í þétt skógarkjarr, senr átti alls ekki
að vera til þarna. Ég skall endilangur, og við Anna kútveltuinst 1
djúpri fönninni, því að auðvitað sleppti ég henni ekki. Hún hl°
kurrandi í fanginu á mér, og það var ertnishljómur í lrlátrinum, seu1
nrér fannst ákaflega óviðeigandi undir svona kringunrstæðunr.
Hún varð fyrri til að brölta á fætur, og þvínæst hjálpaði huu
mér; ég var eittlrvað krambúleraður og talsvert stirður. En ég viss
ekki fyrri til en hún faðmaði nrig og kyssti af slíkum ákafa, að iu!§
sárkenndi til í síðunni, þar senr ég liafði nreitt nrig. — „Elsku viu-
urinn minn!“ sagði hún hlæjandi og grátandi í senn. „Að þú skyldý1
þora — en ég mátti til að gabba þig, þegar ég sá, að þú varst oið
inn svona rammvilltur — og — allra lrluta vegna — ég varð að koiu