Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1960, Page 38

Eimreiðin - 01.09.1960, Page 38
HöfuSverkur eða undirbúnings- námskeið í stjörnufræði Nobody knows the troubles I liave seen, nobody know my sorrow. Nobody knows the troubles I liave seen. Glory hallelujah! Negro Spiritual. Við ösluðum yfir votengið, óð- um brokið í kálfa og stefndum á bæinn. Ég hafði gert það fyrir bæn- arstað félaga míns, af því að það var laugardagskvöld og sérstaklega stóð á, að skreppa með honum þessa bæjarleið, en hefði ég vitað, að ég mundi vökna í fæturna, hefði ég hvergi farið. Þetta sumar vorum við í vegavinnu vestan í heiðinni, sem nú lá að baki okkar, og vorum frá þorpinu, sem stendur við langa og mjóa fjörðinn hinurn megin við lieiðina. Félagi minn var tuttugu og fjögurra ára gamall og átti konu, en ég var nítján ára gamall og var ókvæntur. Konan hans var langt i burtu, i þorpinu við fjörðinn, og hann var horngrýti kotroskinn, enda var það hann, en ekki ég, sem átti erindi á bæinn, meira að segja brýnt erindi. Á sunnudaginn var höfðum við farið á árlega sumar- dansleikinn í skóginum við ána austan við heiðina, og fólkið í sveitinni kallaði þennan dansleik skógarball og þótti fjarska gam- an að því. Ég kann ekki að dansa og ráfaði einn um skóginn allan daginn og var í fýlu. En félagi minn dansar vel og er mikill kavaler, og dóttir bóndans á bæn- um, sem við ætluðum til, dansar líka vel og er hispursstúlka, og þau dönsuðu mikið saman á ballinu, og skógurinn var grænn og þéttur og bjó yfir leyndardómum. Og sUlT1 pörin kærðu sig ekki um að nota danspallinn, sem hafði verið slegi^ upp í rjóðri í skóginum, lieldn1 dönsuðu úti í skóginn og þurfn' ekki á músik að halda dálitla stund- Já, mikið gat fólkið enzt til a dansa þann dag. Og félagi minn dóttir bóndans á bænum, sem ætluðum til, höfðu verið n>' kvæmlega sama sinnis og pöm1’ sem dönsuðu út í skóginn, og þa_r hafði hann, undir laufþungri birk1 krónu, lofað því að heimsækþ1 hana næsta laugardagskvöld, seirr sé í kvöld, og gista um nóttina, svo skyldi vilja til, að þeim færi á að rifja upp, í einrúmi, en urminningarnar frá skógarballi1111' Og félagi minn var nú karl í k1‘rP inu. Ef hann lofaði að hitta stúl 11 á ákveðnum stað og tiltekn11111 tíma, þá stóð hann við það. Svo leiðis loforð sveik hann aldrei. var hann að fara til að efna loí°r . ið, en foreldra hennar mátti e gruna neitt, og þess vegna bað ha
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.