Eimreiðin - 01.09.1962, Blaðsíða 26
Það er vor í lofti. Grasið í bóka-
safnsgarðinum við Sveaveginn er
orðið grænt og safaríkt, en þar
leika sér engir blómálfar.
Grasið grær og dafnar vel í vor-
hitunum, og gróðurinn í garðinum
er friðaður. Það virða vegfarend-
ur, sem leið eiga í safnið. Þeir
ganga eftir garðstígunum og hvíl-
ast á bekkjum við þá, en varast að
troða grasið.
Morgundöggin glitrar eins og
ótal tindrandi augu, sem horfa ný-
vöknuð í sólina. Uppi í brekkunni
ofan við garðinn skríða sniglar í
votu grasinu. Þeir þoka sér hægt
en markvisst upp á við, eins og
framagjarnir stjórnmálamenn, sem
hafa æðstu valdastóla að takmarki.
En takmark sniglanna er raunar
ekki háleitara en það, að komast í
skuggann við leirkennt moldar-
barð efst í brekkunni.
En hvaða tilgang skyldu snigl-
arnir hafa með því að komast upp
að moldarbarðinu við brekkubrún-
ina? Það virðist jafntorráðið, og
sniglunum er hulinn tilgangur
mannanna með því að silast sífellt
hærra og hærra upp metorðastig-
ann. Já, hvers virði er allt þetta
amstur og sniglaganga ofar og
liærra? Og hverju eru þeir bættari,
sem hæst hreykja sér, þegar reikn-
ingarnir verða gerðir upp á efsta
degi?
María þvottakona blæs út kinn-
arnar og hristir höfuðið. Já, oft
hefur hún um þetta liugsað, en
ekki er hún reiðubúin að svara
þvílikum ráðgátum tilverunnar.
Hún leysir hálsbandið af hundin-
í kránni
að
um sínum og leyfir honuni
hlaupa um bókasafnsgarði ^
Hundurinn virðir ekki ieS ^
mannanna, en hleypur hein ^
augum út á græna flötina og
í brekkuna. • rj.
— Vertu nú ekki að éta SI1
ana, eða hnusa af pöddununu
ir María um leið og hun
hleypur frá henni. — O&
heldur ekki að viðra þig UPP
neina ókunnuga! . rll.
Svo blæs hún aftur út kinn‘^^.
ar, dæsir, herðir beltið á sll|asa.
kápunni, snýtir sér í rauðan
klút, lagfærir skýluklútinn a
inu og lítur í sólina.
María er þvottakona, og Þ' t_
bókasafninu. Þar sá ég hana
Næst sá ég hana síðari hluta
inn á krá einni í Vasagötu- .j.
sat þar ein sér við borð me^ 1 ^ ^
inn sinn. Síðar kornst ég a P ^
, , vrána
hún lagði leið sina 1 pnu11
hverjum degi milli klukkan^^,
og sjö, og þá var svipur