Eimreiðin - 01.09.1962, Blaðsíða 77
EIMREiÐIN
253
getið í Þórðar sögu hreðu og Heið-
arvíga sögu. í Laxdælu (78. k.) er
Halldórs getið í frásögninni um
andlát Snorra goða. Spáir Snorri
lJar, að Halldór muni verða mestur
s°na sinna.
í Væringjasögu sinni getur Sig-
[ús Blöndal engra erlendra heim-
^da um Halldór. Virðist því ekki
ástæða til að ætla, að þær séu til.
Sú upptalning heimilda, sem hér
hefur gerð verið, sýnir, hversu al-
bll|m persóna Halklór hefur verið,
Cn varðar hins vegar ekki kvæðið
llema að nokkru leyti. Það er al-
bl*nnugt, að Grímur Thomsen ríg-
batt sig ekki við heimildir í sögu-
^vaeðum sínum. en hafði hvaðan-
íva það eitt, er honum þótti sér
henta, valdi fremur einstaka at-
bnrði til að yrkja út af en atburða-
beild. Kvæðið Halklór Snorrason
^yðst augljóslega við eina heim-
bcþ Haralds sögu harðráða, þá gerð
bennar, er varðveilir Halldórs jrátt.
Aður hefur verið getið um þýð-
nigar Gríras á íslendingaþáttum.
fyrra bindið er athugað, má sjá,
''A þar hefur hann skipað fremstum
L'eimur köflum, er báðir varða
^alldór Snorrason, íslendings þætti
sögufróða og nokkrum hluta Hall-
^nrs þáttar. í upphafi þess þýðing-
:,rkafla stendur svohljóðandi til-
Vltnun:
„Fornmanna sögur VI, capp. 43
—46, sml. Snorri Sturluson III,
c. 37.“ (Udvalgte Sagastykker,
bls. 3).
b^ér sést, að Grímur hefur þýtt
^aflann úr Fornmannasögum, en
vitnar þó jafnframt til Heims-
kringlu. Kvæðið Halldór Snorra-
son er ort löngu seinna, en efni Jress
og orðalag virðist mér benda ein-
clregið til Jress, að Jrar sé stuðzt við
frásögn Fornmannasagna, en
hvorki Morkinskinnu né Heims-
kringlu. Lítill vafi er á því, að ])ýð-
ingin hefur átt ríkan þátt í að festa
Grími Jietta efni enn frekar í
minni, enda virðist mér kvæðið
fyrst og fremst miðast við þann
hluta Halldórs þáttar, sem Grímur
þýddi, fremur en Jráttinn í heild.
Á undan kaflanum hefur Grímur
dregið saman í örfáum orðum meg-
inefni Jráttarins, allt til þess er
Halldór býst alfarinn til íslands.
Þar hefst sjálf þýðingin, er fjallar
um fjárheimtur hans, brottför frá
Niðarósi og lýkur með lýsingunni
á Halldóri og síðustu orðsending-
um konungs til hans.
Mun nú reynt að gera nokkra
grein fyrir ]j\’í, livernig Grímur
Thomsen notar heimild sína, þ. e.
Halldórs Jjátt, á hvaða atriði hann
leggur megináherzlu, hverju hann
sleppir eða víkur til og loks hvar
hann hefur aukið við frásögnina.
Verður jafnframt gerð grein fyrir
efnismeðferðinni, ]>ar eð mér virð-
ist naumast unnt að skilja Jretta
tvennt að í kvæðinu.
%
Þegar upphaf kvæðisins er at-
hugsað, sést, að Grímur Thomsen
hefur vikið þar nokkuð frá efnis-
röð þáttarins. Kvæðið hefst á lýs-
ingu á Halldóri, en sú lýsing kem-