Eimreiðin - 01.09.1962, Blaðsíða 97
EIMREIÐIN
273
Á þessu sama tímabili, eða frá 1946 til 1962 hafa fjárlögin hækk-
að um 1.372.4 prósent, en listamannalaun hafa aðeins hækkað um
320 prósent.
Samkvæmt tölum fjárlaganna hefðu listamannalaunin árið 1962
<ítt að vera kr. 6.654.000,00 í stað 1.554.000,00.
hessar tölur ættu að leiða í ljós, hve gróflega hlutur listamanna í
kindinu hefur verið fyrir borð borinn af Alþingi hin síðari ár —
þessi ár velmegunar og velsældar, þegar allar stéttir hafa fengið
verulega leiðréttingu kjaramála sinna, þegar flest félagasamtök og
fienningarfyrirtæki hafa fengið hlutdeild að aukinni hagsæld
þjóðarbúsins.
En það, sem hér hefur verið dregið fram, eru aðeins hinar tölu-
fegu staðreyndir. Á hitt má svo benda, að á þessu tímabili, sem
hér hefur verið gert að umræðuefni, hefur þeim fækkað eins og
aður segir, sem notið hafa listamannalauna, þrátt fyrir mjög mikla
íjölgun efnilegxa listamanna í öllum listgreinum.
Þessar staðreyndir hafa fyrir nokkru verið kynntar ríkis-
stjórn og Alþingi. Eigi að síður er nú komið fram enn eitt fjár-
'agaÍTumvarp, fyrir árið 1963, þar sem þessum staðreyndum er
^iætt með um 280 þúsund króna hækkun á liðnum til skálda og
Estamanna, en þess ber að geta um leið, að fjárlög hafa hækkað um
3/4 milljónir króna.
En þrátt fyrir þessa áætluðu hækkun listamannalauna, eru lieið-
Urslaun Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Kiljans Laxness ákveð-
llr sem fyrr kr. 33.220,00 og þetta eru þeim einum reiknuð
sem heiðurslaun, þó að við hlið þeirra séu nú komnir 10 aðrir
rithöfundar og listamenn með sömu upphæð, úthlutaðri af úthlut-
Unarnefnd listamannalauna. En meira að segja nefndin hefur hvergi
'átið í það skína, að hún líti á það sem nein sérstök heiðurslaun til
l'eirra, er hún hefur ákvarðað þessa upphæð!
I framhaldi af þeirri athugun, sem við Kistján Bender gerð-
11111 á úthlutun listamannafjárins undanfarin ár, gerðum við
akveðnar tilllögur um flokkaskipun og fjárupphæð næsta ár, sem
Verða ekki raktar hér, að öðru leyti en því, að svo vægilega var
fai'ið í sakirnar þrátt fyrir framangreindar staðreyndir, að lagt var
tlf að fjárveitingin hækkaði sem svarar 1.200.000 krónum á næsta
arb þannig að tveir efstu úthlutunarflokkarnir yrðu teknir inn á
ffk grein fjárlaga og skiptist þessi upphæð milli þeirra, þ. e. 32
^Hnna, en síðan yrði úthlutað um 1.550.000 krónum í tveimur
18