Eimreiðin - 01.09.1962, Blaðsíða 71
EIMREIÐIN
247
grannanna. Öll reiði lierra Mings
órauzt nú fram í einni rás, eins og
þegar fljót ryður sig í vorleysing-
l|m. Fannst réttast hann reyndi,
hvort þessi ræfill og bókabési þyrði
hl lengdar að elta við sig ólar. Svei-
attan! Hann gaf út dagskipun,
sendi krakkana út af örkinni, skip-
aði þeim að stökkva yfir vegginn
°g traðka öll blómin niður í svað-
Svo skyldi rnaður sjá hvað sæti.
nörnin urðu himinlifandi og
hömpuðu, unz ekkert var eftir heilt
* garðinum.
Klukkan fjögur síðdegis, löngu
eKir að börnin komu heim úr
hernaðarleiðangri sínum, kom
Póstþjónninn með marggreind
^réf. Eftir að hafa lesið hvort
tveggja bréfin, vissi herra Ming
eKki, hvort hann ætti fremur að
gleðjast eða hryggjast. Hann var
*eginn yfir bréfinu með ranga
^eimilisfangið, því hann gat greini-
^ega séð, að herra Yang hafði ekki
hfið það upp. En liann hryggðist
yfir bréfi andskota síns, það jók
er'n á gremju hans í garð þorpar-
ans. Honum fannst, að aðeins
þorpari gæti gert sér upp slíka
^hrteisi, kurteisi var eitur í hans
f’sinum. Honurn fannst réttmætt,
a® krakkarnir skyldu hafa traðkað
<l blómunum.
Herra Yang var mjög léttur í
óragði, þar sem hann kom gang-
andi heim til sín. Fyrst hafði hann
nn sent bréfið réttum viðtakanda
°g auk þess rnjög tilhlýðilega gef-
’Ó nágranna sínum holl ráð, hlaut
^erra Ming þvíaðvera mjög hrærð-
llr- Um leið og hann kom inn úr
hliðinu sá hann, að blómsturgarð-
urinn leit út eins og sorphaugur.
Fyrst stirðnaði liann upp, trylltist
síðan. Garðurinn var eins útlits og
eftir loftárás. Hann fór ekki í nein-
ar grafgötur um, hver væri valdur
að því. En hvað átti hann til bragðs
að taka? Hann vildi yfirvega mál-
ið í ró og næði; menn, sem hafa
orðið menntunar aðnjótandi, mega
ekki láta augnabliks æði stjórna
gerðum sínum. En honum var nú
um megn að stilla skap sitt, sá
litli skammtur, sem honum hafði
verið úthlutað af blóði siðleysingj-
ans, vall nú fram eins og hauga-
sjór um æðar hans; hann hugsaði
ekki: Hann safnaði saman nokkr-
um miðlungsstórum múrsteinum
og lét þá ríða á gluggum nágrann-
ans yfir vegginn. Brothljóðið gaf
honum til kynna, að nú hefði hann
komið af stað enn meiri illindum,
en samt var múrsteinskastið hon-
um fróun. Hann hélt áfram að
kasta og lilusta á brothljóðið. Hann
svalaði gremju sinni, hafði ekkert
ákveðið markmið, bara naut ánægj-
unnar, þægileikatilfinningarinnar,
hetjuljómans. Hann virtist skyndi-
lega hafa haft hamskipti, breytzt
úr siðmenntuðum manni í siðleys-
ingja. Hann naut afls síns og hug-
dirfsku, eins og þægileikatilfinn-
ingarinnar af að striplast alsber í
baði.
Frjáls og leystur úr öllum fjötr-
um skynjaði hann nýtt inntak í
lífinu. Honurn fannst hann vera
ungur, frjáls, ólgandi og djarfur.
Þegar hann hafði lokið við að
brjóta allar rúðurnar, fór hann inn