Eimreiðin - 01.09.1962, Blaðsíða 87
EIMREIÐIN
263
sómi að. Hann virðist því ekki
j^fnnæmur og Grímur Thomsen á
andrúmsloft það, sem leikur um
atburði þáttarins, né á hugarþel
blaralds harðráða. Mundi ekki
bfsreynsla beggja hafa valdið þar
nokkru?
Það atriði, sem mér finnst sýna
e>nna ótvíræðast, að Grímur yrk-
'r kvæðið með eigin örlög í huga,
er hinn knappi endir þess. Svo
stórlátum manni og metnaðar-
gjörnum sem Grími, hlýtur að
hafa verið það ærin raun að hverfa
heim embættislaus og snauður að
fé- Þótt hann kynni þá list að taka
örlögum sínum, gera sér sigur úr
hsigri, hefur hann ekki kosið að
Veita neinum innsýn í þá baráttu,
ehki heldur í ljóði.
Annar meginþáttur kvæðisins
hlalldór Snorrason er skapgerðar-
lýsingin, sem þar kemur fram. Svo
hkt er margt í örlögum skáldsins
°g Halldórs, að ekki getur farið
hjá því, að skaphöfn þeirra hafi
Svipað saman. Er þá skáldið að
tysa sjálfum sér í gervi Halldórs?
Slíkri spurningu verður naumast
svarað með fullri vissu, en leiða
^á getum að því, hvort svo sé.
htegineinkenni Halldórs, eins og
honum er lýst í þættinum, er óbif-
anlegt þrek og æðruleysi, harka og
bersögli. Hvað af þessu samrýmist
shaphöfn Gríms, eins og vér þekkj-
Uin hana frá dómum samtíðar-
lnanna og þeirra, er bezt þekktu
hann?
Einhver fyrsti vitnisburður um
'Aaplyndi Gríms, sem vér þekkj-
ll!lt, kemur fram í bréfi frá móð-
ur hans. Þar kveður hún son sinn
harðlyndan, jafnvel illan, og faðir
hans spáir því einnig snemma, að
Grímur muni ekki reynast leiði-
tamur. Frá námsárum Gríms eru
svohljóðandi ummæli (úr fréfi frá
Finni Thorsteinsson til Páls stúd-
ents Pálssonar):
„Þeir mundu varla margir held-
ur hafa farið sæmdarför, því
Grímur er harður í hönd að
taka og bítur vel frá sér.“ (Son-
ur gullsm. á Bessast, hls. 87).
í andlátsfregn eftir Grím, sem
skáldið Þorsteinn Erlingsson ritaði
í Bjarka 18971) og er mjög athygl-
isverð, telur hann, að höfuðein-
kenni Gríms Thomsens sem manns
hafi verið miskunnarlaus hrein-
skilni gagnvart vinum og óvinurn.
Nefnir hann minningargrein
Gríms um Pétur biskup sem dæmi
um frábæra einurð hans og ber-
sögli. Að jressu einkenni víkur dr.
Jón Þorkelsson einnig hvað eftir
annað í æviminningum Gríms.
Þar segir hann ennfremur:
„ .. . að yfirborði sýndist hann
ekki viðkvæmur, en undir niðri
voru þó dýpri tilfinningar en
hjá mörgum þeim, sem meira
lætur á tilfinningum sínum
bera, og varla munu menn hafa
séð hryggleik á honum, þótt
eitthvað félli honum þungt.‘
(Andvari 1898, bls. 25-26).
Mörg fleiri ummæli mætti nefna,
en þessi nægja til þess að sýna, að
skapharka, bersögli og geðstilling
hafa verið sameiginleg einkenni
1) Sjá Bjarka II. árg., bls. 13-14.