Eimreiðin - 01.09.1962, Blaðsíða 98
274
EIMREIÐIN
lausum flokkum til 96 einstaklinga, og myndu samkvæmt þessuin
tillögum samtals 128 manns njóta listamannalauna, en það er ekki
fjölmennari hópur, en úthlutunarnfendir hafa þegar staðfest, a
örðugt sé að ganga fram hjá. Að sjálfsögðu myndi þó fljótt koi»a
að því, að þetta yrði of lítið fé, enda ekki óeðlilegt að þessir li®'1
fjárlaganna hækki í framtíðinni til samræmis við aðra útgjalda
liði til menningarmála.
Vera má að einstakir ráðherrar og alþingismenn sýni málefninT1
rithöfunda og listamanna velvilja og skilning — og það hafa raun<n
sumir þeirra vottað við vmis tækifæri —. Hinsvegar hefur þa
ekki komið fram ennþá, þegar þetta er ritað, hvort Alþingi þad’
sem nú situr á rökstólum, ætlar að gefa gaum þeim óskum °S
tillögum, sem Rithöfundasamband íslands hefur sett fram vaið
andi listamannalaunin. Þeir þingmenn munu líka vera til, sel11
telja það litlu máli skipta, hvorum megin itryggjar liggja nokku
á annað hundrað skáld og rithöfundar þessarar þjóðar og aðin
listamenn — og það jafnt þó að kosningar fari í hönd. Og rallIia'
er það von, að Alþingi skáki í því skjóli, að jafn sundurleit hj°r
sé með öllu hættulaus, þar sem samtök þeirra hafa látið það v’
gangast árum saman, að ekkert tillit væri til þeirra tekið á opin
berum vettvangi, en þegið með auðsveipni hvert smágrjón, SCI11
að þeim hefur verið rétt.
En fátækir menn verða oft að vera lítilþægir. Og sennilega mun
rithöfundum og listamönnum almennt verða það fjárhagsleg ofraun
— þótt þeir fegnir vildu — sýna þá rausn, að gefa fjárveitingava ^
inu eftir þessi 0.9 prómill fjárlagaupphæðarinnar, t. d. í eitt ar> ,
ráðstöfunar í þarflegri fvrirtæki en eflingu bókmennta og hsta
landinu.
Ingó Ifur Krisljánsson•