Eimreiðin - 01.09.1962, Blaðsíða 85
EIMREIÐIN
261
legra. Þó virðist mér form kvæðis-
!lls Halldór Snorrason benda til
þess, að það hafi verið lengi í smíð-
Ullb sé þrautsorfið og þá jafnframt
eldra hinu.
hað, sem nú hefur sagt verið,
Varðar yzta borð formsins á kvæð-
luu. Mun nú vikið að meginatriði
1()rmsins, stílnum.
Ekki verður talið, að Halldór
‘inorrason sé, að því er stíl varðar,
ureðal glæstustu söguljóða Gríms
Ehomsens. Þar er ekki að finna
Slljallar líkingar, engin einstök orð,
er bregði upp mynd fyrir hugar-
sJ°num lesandans, svo sem í kvæð-
11111 Arnljótur Gellini, Á Glæsi-
völlum og fleiri slíkum. Engin
þóðlína þess nálgazt það að vera
sPakmæli, eins og hinar fögru ljóð-
llr>ur um Magnús góða í Hemings
Eokki eða niðurlag kvæðisins
Jarlsníð. Þar gætir ekki heldur
þeirrar hnyttni, er víða einkennir
°rðaval Gríms. Yfirleitt gætir hóf-
semi í vali orða.
hó hefur þetta kvæði ýmis beztu
stíleinkenni Gríms Thomsens,
lueitlaðar mannlýsingar, lifandi
atburðalýsingar, kjarngott orðaval.
^leginprýði kvæðisins er þó sam-
ftemið, hinn sterki heildarsvipur,
llversu vel höfundinum tekst að
'arðveita blæ fornsögunnar, hina
■'björtu neista úr fornri glóð,“ svo
lesandanum finnst sem hann
bafi endurheimt hið forna sögu-
efni.
Eins og áður er að vikið, er val
fÁíms Thomsens á yrkisefnum,
Sem öðru fremur veitir vitneskju
um sjálfan hann, viðhorf hans, til-
finningar og hugsjónir.
Þegar litið er á þá staðreynd, að
hann hefur ekki aðeins valið sér
Halldór Snorrason að yrkisefni í
þessu sérstaka kvæði, heldur einnig
skipað honum veigamikinn sess í
öðru söguljóði, Hemings flokki Ás-
lákssonar, verður augljóst, að þessi
forni Væringi hefur verið honum
óvenju hugstæður.
Ritskýrendur, er fjallað liafa um
skáldskap Gríms Thomsens, eru á
einu máli um þetta. Má í því sam-
bandi minna á ummæli Sigurðar
Nordals í fyrirlestri, er hann flutti
á aldarafmæli skáldsins 15. maí
1920, þar sem hann telur Halldór
þann, er Grímur hafi viljað líkj-
ast í háttum og skaplyndi. (Sjá
Eimreiðina 1923, bls. 8). Greini-
legar kemur þessi skoðun þó
fram hjá Andrési Björnssyni í rit-
gerð hans um Hemings flokk.
Kveður hann þar svo fast að orði,
að Halldór hafi verið „uppáhalds-
goð“ skáldsins (sbr. Skírni 1946,
bls. 72).
Þegar líf og örlög þessara tveggja
íslendinga eru borin saman, kem-
ur mikill skyldleiki í ljós. Báðir
fóru ungir utan, leituðu frama,
urðu einna víðförlastir sinna sam-
landa, þjónuðu tignum mönnum,
og báðir urðu jafnan útlendingar
í hópi þeirra. Þeir höfðu kynnzt
glæsileik hirðsala og viðsjálni
stjórnmálalífs, hvor á sínum tíma,
vegið og metið þetta allt og kosið
að hverfa burt heldur en halda
ekki hlut sínum og sæmd óskertri.
Báðir hverfa þeir heim til ættjarð-