Eimreiðin - 01.09.1962, Blaðsíða 81
EIMREIÐIN
257
hans. Ástæðan virðist mér óljós.
Skáldið er hér að lýsa tveim ólík-
Urn manngerðum. Það er viðureign
^alldórs við konung og hin ólíku
' 'ðbrögð þessara tveggja manna,
Sem hann leggur megináherzlu á.
Síðari kafli k\æðisins og lengri
hluti þess fjallar um brottför Hall-
'lórs frá Niðarósi. Hér gætir áhrifa
Halldórs þáttar í ríkara mæli en
aður, og má segja, að annar kafli
fylgi fast að efni þeim hluta þátt-
arins, sem Grímur þýddi forðum.
^nisum smærri atriðum hefur
^rímur þó breytt eða fellt niður,
eins og sýnt verður hér á eftir.
í upphafserindunum tveimur er
hrúgðið upp mynd af skipi Hall-
óórs, er bíður albúið til brottfarar.
f-*rekinn teygir höfuð mót opnu
hafí, seglin bærast liægt, skipverj-
‘lr bíða hver í sínu rúmi. Á þenna
e,nfalda hátt lætur Grimur les-
‘'nóann skynja, að það er eftirvænt-
iug í lofti.
f lýsingunni á göngu Halldórs
l|l konungshallar kennir áhrifa frá
°rðalagi þáttarins. Þar segir sáldið:
„Snúðugt meðan stýrimaður
Snarast upp að konungshöllu,
Einn síns liðs og alvopn-
aður-----,“
í Fornm.s. stendur:
„ ... gekk hann einn upp í
bæinn
með alvæpni." (Fornm.s. VI, 248).
Morkinskinna segir aftur, að
'alldór færi við nokkra menn, sem
er að vísu trúlegra.
Grímur lætur Halldór eiga orða-
skipti við hallarverði. Síðan segir
í kvæðinu:
„ ... Enginn Hal[l]dórs heptir
ferðir,
Höldar allir þekkja drenginn:"
Þetta innskot fer einkar vel. Skáld-
ið gefur hér í skyn, að Halldór hafi
notið virðingar við hirðina sakir
drengskapar síns. Framkoma og orð
Bárðar Upplendings í þættinum
virðist einnig benda í sömu átt.
Engin stund í lífi Halldórs ber
hugrekki hans glæstara vitni en
þessi, er hann leggur einn til inn-
göngu í höll konungs og kúgar af
honum fé sitt. Hugrekki var
skylduboðorð drengskaparins í
fornum sið. Er vandfundið það
orð, er betur hæfi Halldóri á þess-
ari stund en drengur, sem Grímur
velur honum hér.
í næsta erindi lætur Grímur
Halldór múta hallarvörðunum með
öli. Þessa atriðis er livergi getið í
heimildum. Finnst mér erindið
óprýði á kvæðinu í heild og rýra
áhrif undanfarandi ljóðlína. Eins
og Halldóri er lýst í kvæðinu, virð-
ist liann síður en svo kænn eða
slóttugur.
í útdrætti þeim, er Grímur gerði
á undan þýðingarkaflanum í Udv.
Sagast. I (bls. 3), telur hann Hall-
dór hafa horfið frá hirðinni m. a.
vegna þess, að hann hafi ekki þol-
að ágirnd konungs né nízku. Ef til
vill er honum hér í hug að sýna,
að konungur hafi sopið seyðið af
nízku sinni, er hirðmenn hans gína
við ölinu. Hvernig sem á þessari
17