Eimreiðin - 01.09.1962, Blaðsíða 95
EIMREIÐIN
271
þrætuepli. Einkum hafa umræðurnar beinzt að úthlutuninni sjálfri,
en minna verið rætt um hinar raunverulegu forsendur úthlutunar-
tnnar, það er fjárupphæðina, sem Alþingi hefur veitt á hverjum
hma. Þeir, sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á úthlutunar-
nefnd hafa ráðist á hana bæði af vandlætingu og reiði fyrir órétt-
l*ti hennar og skammsýni.
En þó að úthlutunarnefndum undanfarinna ára hafi sjálfsagt oft
Verið mislagðar hendur, þá er það að skjóta fram hjá markinu, að
raðast á nefndina. Það mundi engin nefnd, hversu réttlát, heil-
sEyggn og velviljuð sem væri, geta úthlutað jafnlitlu fé til jafn-
HiargTa aðila, svo að af nokkru viti sé, og því síður að hún gæti
§ert alla ánægða. Skolmarkið er því ekki úthlutunarnefndin, held-
Ur fjárveitingavaldið, sem hefur látið sér sæma það ár eftir ár (fyrst
það á annað borð þykist vilja launa listamenn) að hækka ekki út-
hlutunarféð í hlutfalli við aukna dýrtíð og aðrar liækkanir.
Nær allar umræður um þessi mál hafa því verið vindhögg. Með
óðrum orðum, allar aðgerðir og umræður hafa miðast við úthlut-
unina og úthlutunarformið, en ekki úthlutunarupphæðina.
Einstakir þingmenn og ríkisstjórnir hafa frá því 1946 borið fram
°tal frumvörp og þingsályktanir, svo sem eins og til þess að sýna
Estamönnum, að þeir bæru mál þeirra fyrir brjósti. En undan-
tekningarlítið virðast þessi frumvörp hníga að því að festa tak-
tnarkaðan fjölda manna í ákveðnum launaflokkum á kostnað mik-
'E fjölda listamanna, sem úthlutunarnefndir á hverjum tíma hafa
þó ekki séð sér fært að ganga fram hjá. Þessi frumvörp og þings-
a 1 yktunart.i 11 ögur hafa ekki gert ráð fyrir auknu fé, hvorki til þess
mæta aukinni verðbólgu og rýrnandi peningagildi, né heldur
tekið tillit til sífjölgandi listamanna í hinum ýmsu listgreinum.
í>au hafa með öðrum orðum gengið fram hjá þeirri meginkröfu
Estamannanna sjálfra, að hækka úthlutunarféð í hlutfalli við hækk-
andi fjárlög, dýrtíð og eðlilega fjölgun listamanna í landinu. Eling-
a® til hafa frumvörp þessi líka öll dagað uppi eða lognast út af.
Erá því að þingkjörin nefnd fór að hafa á hendi úthlutun lista-
^tannafjár fyrir 17 árum hefur Alþingi veitt til listamanna sam-
taE 14.5 milljónir króna, eða að meðaltali á ári 854.900 krónur og
bafa úthlutunarnefndir skipt þessu fé í 1870 einstakar greiðslur, en
það er að meðaltali til 110 einstaklinga á ári á þessu 17 ára tíma-
bili. Á það má benda í þessu sambandi, að fyrsta árið, sem þing-
þjörin nefnd úthlutaði listamannafénu, hlutu 116 einstaklingar