Eimreiðin - 01.09.1962, Blaðsíða 99
^faríus Ólafsson:
I kirkju^arði
% kveð þig, elsku mamma mín,
1 mildu aftanskini.
^ bjarma laufið bliknað skín
a björk og reyni og hlyni.
í‘að er sem ljóssins líknarhönd
uni leiðið nýja strjúki
°g blessi lítinn blómavönd,
þó blöðin visni og fjúki.
Er stend ég hér í kvöldsins kyrrð
°g kulna út dagsins glæður,
en stjörnur blika í blámans firð
a hak við skýjaslæður,
þá flýgur hugur fram á leið,
hann fjötrar dauðinn eigi.
sé hvar Ijómar sólin heið
a sumarbjörtum degi.
☆
Eins og fræ, sem ljóssins leitar,
lifir innst í mannsins hjarta
trú á vorið, vorið bjarta,
vökvuð tárum grafarreitar.
Guð, sem trúna gróðursetti,
gæddi lífið sínum anda:
atlot mjúkra móðurhanda
móti hverju barni rétti.
Lífsins herra — lífs og dauða,
ljóss og skugga, dags og nætur —
móðurástar ljósið lætur
lýsa á vegum böls og nauða.
☆
Birtir yfir bernskudraumi,
bamsins trú á vernd hins góða,
eins og lýsist myrkurmóða
morgunbjarmans geislastraumi.
Vorið skín á vegamótum.
Vermir heitur gróðurandi.
Finn að blómstra á ljóssins landi
lífsins fræ í hjartarótum.