Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 19
handritin heim
199
sambandi við lausn handritamálsins, enda þótt afhending hand-
ritanna sé mikið tilfinningamál ýmsum dönskum fræðimönnum,
sem beitt hafa áhrifum sínum gegn afhendingunni.
Hér verður saga handritamálsins eða baráttunnar um handritin
ekki rakin; hennar hefur oft verið getið áður í Eimreiðinni, nú
síðast á þessu ári í fróðlegri og athyglisverðri grein í janúar—apríl
heftinu, eftir danskan menntamann, sem kynnt hefur sér gjörla
þróun málsins undanfarna áratugi. Nú þegar hinu langþráða marki
ei' náð og niðurstaða fengin um það, að handritin komi til íslands,
þakkar þjóðin öllum þeim, sem heilshugar hafa unnið að lausn
rnálsins, bæði af hálfu íslendinga og Dana, og strengir þess heit
að veita handritunum virðulega viðtöku og varðveizlu, svo að Hand-
ritastofnun íslands verði í framtíðinni raunveruleg miðstöð nor-
rænna fræða.
hað er skemmtileg tilviljun, að tæpum mánuði áður en hæsta-
réttardómurinn gekk í handritamálinu, skyldi Handritastofnunin
fá sína fyrstu skinnbók erlendis frá, en um miðjan október kom
Skarðsbók til landsins og var afhent Handritastofnuninni til vörzlu.
Skarðsbók er talin vera síðasta skinnbókin í eigu íslendinga, sem
hvarf úr landi, og hún varð jafnframt hin fyrsta, sem kom hingað
aftur.
I. K.