Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 88
SVANASÖNGUR DAVÍÐS
eftir
Helga Sæmundsson.
„Síðustu ljóð“ Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi er sannarlega
forvitnileg bók. Þar kennist þróun, sem hófst með „í dögun“. Davíð
hafði löngum verið skáld tilhlökkunarinnar í lífsnautnarkvæðum
sínum, en þar gerðist hann túlkandi endurminningarinnar, og svo
er enn. Gleði hans er ekki villt og bernsk lengur, heldur þroskuð
og íhugul, og nú mælir Davíð sér mót við dauðann af karlmennsku
og æðruleysi. „Síðustu ljóð“ er svanasöngur manns, sem var opin-
skátt tilfinningaskáld.
Annars er Davíð sjálfum sér líkur. Hugmyndum ægir saman i
ljóðum hans eins og marglitum flugeldum á tilþrifamikilli en handa-
hófskenndri sýningu. Iðulega er því líkast sem rímið yrki fyrn'
skáldið, en afstaða Davíðs reynist jafnan sérstæð og mannræn. Hann
syngur norðlenzku átthögunum fagurt lof, rekur tilfinningar sínar
djörfum orðum og skeytir gjarna skapi sínu á ýmsum ódyggðum.
Ádeilan lætur honum lakast. Davíð Stefánsson var engan veginn
vitsmunaskáld, þó að hann hafi margt snjallt kveðið. Honum gramd-
ist oft aldarfar og samtíð, en tókst helzt til sjaldan að samræma list
og reiði. Geðsmunirnir raska jafnvægi hans og hlaupa með hann
í gönur. Davíð skorti kímni sem skáld, þó að hann væri oft glett-
inn í ljóði og manna skemmtilegastur á góðri stund. Þess vegna
missir ádeila hans löngum marks. Smákvæðið Skemmtiferð er at-
liyglisverð undantekning. Þar nær hann sér niðri:
Að sjá og elska ættland sitt
er öllum sálubót.
Þeir óku fram hjá Esjunni,
en enginn sá þar grjót.
Yfir Hvítá æddu þeir,
en enginn sá þar fljót.