Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 63
^issa pabba sinn á jólunum.
^ei, pabbi kemur, vertu viss um
það, og við skulum vera rólegir.
skulurn tala um eitthvað
skemmtilegt. Heyrðu, eigum við
ekki að byggja stórt snjóhús
uPPí í brekkunni, þegar hríðin
hættir, því að nú er nóg a£ snjón-
um?
— Jú, Nonni, það skulum við
Sera, en það verður bara gaman,
ei pabbi kemur. Heyrðu, við
skulum byggja svo stórt hús, að
við getum öll verið í því. Það
getur kannske orðið hlýrra en
gamla baðstofan hérna. Hún er
Vjst nærri hundrað ára og svo
^öld, síðan annar veggurinn
hrundi í síðustu viku, og jrilið
er eitt eftir.
~~ Já, en við límdum nú Tím-
ann á allan vegginn, svo nú eru
eugar rifur sjáanlegar, og kuld-
iun minnkaði mikið við það. Og
SVo ætlar pabbi að láta byggja
nýtt hús í vor, ef hann getur
fengið peninga til þess í Reykja-
vík, hjá Ríkinu, því að Ríkið á
jörðina og húsin eins og þú veizt,
og pabbi á sjálfur enga eða voða
litla peninga.
— Já, Nonni, en segðu mér,
veizt þú hvað það er þetta Ríki,
sem hann pabbi var að tala um
við manninn, sem kom frá
Reykjavík í haust, þennan í
þykku, stóru kápunni? Pabbi
sagði, að hann hefði kornið frá
Ríkinu og ætli að segja um, hvort
þyrfti að byggja nýtt hús.
— }á, Einar, það er rétt, pabbi
sagði þetta, en ég veit ekki vel
hvað þetta Ríki er, en það gerir
ekkert til, því að pabbi fær áreið-
anlega að byggja nýtt hús, ]rar
sem manninum var svo kalt, að
hann fór ekki úr stóru kápunni
hér inni, og þó var bara haust,
en ekki frost og hríð eins og
núna.
— Já, en Nonni, pabbi sagði,
að við fengjum kannske vinnu
við að byggja nýja húsið. Held-
urðu að við fáum kaup, þótt við
séurn bara drengir, hjá þessu
Ríki?
— Já, ég hugsa það, Einar, og
þá fáum við mikla peninga.
Veiztu, að þá ætla ég að kaupa
stóran poka a£ kandís og kringl-
ur og svo ætla ég líka að kaupa
mér góðan vasahníf, stóran og
beittan og fallegan. Manstu eftr
fína hnífnum, sem hann Jói á?