Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 28
208
eimreiðin
og stefnum í bókmenntum, uppeldismálum, félagslegum hreyfing-
um eða efnahagslífi. Og þarna verður raunin sú, að ef vel er gætt
tómstundanna, reynast þær furðu drjúgar samanlagðar, og ekki hef
ég orðið þess vís, nema síður sé, að hið andlega tómstundastarf hafi
reynzt framtaki og fjárhag heimilanna dragbítur.
Nú munu ýmsir segja: „Guðmundur Hagalín segir hér frá leik-
starfsemi í Reykholtsdal í Borgarfirði og andlegu lífi þar, eins og
þetta sé eitthvert einsdæmi á öllu landinu.“ . . . En auðvitað veit ég,
að sú er sem betur fer ekki raunin. En hitt er víst, að þar tókst sér-
lega vel til í vetur sem leið, og eins er óhætt að fullyrða, að til er
furðu víða í byggðum Borgarfjarðar heimilismenning, sem sam-
einar óvenjuvel ræktarsemi við gamlar menningarerfðir og frjósaina
kynningu nýrra strauma og stefna, sem gætir bæði í fjölbýlinu her
á landi og í umheiminum.
En til þess að sem víðast verði sú raun á tómstundanýtingu heimil-
anna, sem hér hefur verið um getið, og að framhald verði á hennx,
þar sem hún er nú með nokkrum blóma, mundi nauðsyn á félags-
legu samstarfi, sem beinist að menningarlegum viðfangsefnum, an
þess þó, að vanrækt sé með öllu létt og örvandi skemmtanalíf. Mað-
ur er manns gaman, segir hið fornkveðna, og gagnlegt mundi það
ávallt hverjum einstaklingi að blanda geði við aðra — og það fleirl
en sína nánustu. Svo sem nú hefur orðið raunin á félagssvæði Ung-
mennafélags Reykdœla mundi sveitum og héruðum yfirleitt gefast
tóm og tækifæri til allvíðtæks samstarfs, þar sem byggðin er ekkj
ýkjadreifð og samgöngur greiðar á flestum tímum ársins. En se
stefnt að því, sem ég tel brýna nauðsyn, að jafnt eldri sem yng11
verði fastir þátttakendur í menningarlegu félagslífi sveitanna, naundi
nauðsyn bera til nokkurrar skipulagningar á þeim vettvangi. Skipa
þyrfti fólki í starfshópa, en þó aðeins afmörkuð tímabil, og þegal
lægju fyrir víðtæk verkefni, sem gerðu kröfur til mikillar og sel
hæfðrar getu, ynnu menn saman án tillits til hinnar föstu hop
skiptingar. Einnig yrðu annað veifið haldnir mannfundir og sal11
komur til skemmtunar og fróðleiks, þar sem til væri ætlazt, að sel11
allra flestir hittust. Þá er og þess að gæta, að ef starfshóparnir ættu
að geta notið hæfni allra, sem í þá veldust, og einstaklingarnir
orðið
--O----------- ------ 'A 1'“- T ------ ez _ JT*
aðnjótandi þeirrar ánægju og örvunar, sem starfið mundi veita, y
að skipuleggja heimilisvörzlu og barnagæzlu á allmörgum
heiuiil-
um. En það ætti ekki að þurfa að reynast ókleift, þar eð til þeSS