Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 79
heimspeki ka rlmennskunna r
259
til starfs, hvers kyns sem það kann að vera,
leiðið mig. —
Eg fylgi óttalaus, og þó að ég fyllist tortryggni
og dragist aftur úr, fylgi ég samt.“
Minnir þetta vers óneitanlega á sum kristin helgiljóð eða sálma,
enda virðast Stóumenn í raun og veru hafa haft meira eða minna trúar-
lega afstöðu til meginkenninga heimspeki sinnar.
Chrysippus var eftirmaður Cleanthesar (280—207 fyrir Krists burð).
Hann var afkastamikill rithöfundur, sagður hafa sarnið 705 bækur. Mun
hann fyrstur Stóumanna liafa sett heimspeki þeirra í kerfi, og gerði
hann það mjög nákvæmlega. Hann hélt því fram, að guð, heimseldur-
inn eða heimsljósið, ætti engan þátt í því, sem kallað er „illt“, en í
einu riti sínu segir hann, að „illt“ og „gott“ séu tvær andstæður, sem
hvorug geti til verið án liinnar. Kemst hann svo að orði um þetta:
»Engir eru lieimskari en þeir, sem halda að gott geti til verið án ills.
— Gott og illt eru tvær andstæður og hljóta alltaf að standa andspænis
hvor annarri." — Þessu máli sínu til sönnunar vitnar Chrysippus til
Platós.
Chrysippus líktist Zeno og Cleanthes um það, að hefja dygðina til
hæstu vegsemdar. Og hamingjuna taldi hann vera fólgna í dygðinni
sjálfri. „Góður maður er alltaf hamingjusamur, en slæmur maður óharn-
ingjusamur,“ sagði hann. Augljóst er, að hér á hann ekki við neina ytri
hamingju, lieldur innri hamingju, sem auðvitað er hin eina sanna ham-
lngja, rósemi hjartans, samvizku- og sálarfrið.
En nú verður ekki hjá jrví komizt að minnast á þann mann, sem
einna hæst ber í hópi Stóumanna, en það er Epictet. Hann var grískrar
ættar, fæddur í Hierapolis í Frygíu í Litlu-Asíu nálægt árinu 50 eftir
Krists burð, dáinn um 120. Hann var ófrjáls maður, þræll Epafródítusar
nokkurs, sem var lífvörður Nerós keisara. Epictet lifði og starfaði í
E-ónr til ársins 90 e. Kr., en þá gerðist það, að Domitian keisari, sem
Var illa við alla hugsuði, gerði alla heintspekinga útlæga. Epictet flúði
þá til Nicopolis í Epirus, þar sem hann dó nokkru seinna, sennilega
Utn árið 120.
Epictet var haltur, og er talið, að helti hans hafi stafað af misþyrm-
lngum, er hann varð að þola. Af þeim er sögð sú saga, að hann hafi
tekið þeim með jafnaðargeði, jafnvel brosandi, og sagt við þann, er
nnsþyrmdi honum: „Þú brýtur sjálfsagt fót minn.“ Það fór svo, og
'arð þá Epictet að orði: „Hvað sagði ég ekki?“ — Þessi saga, þó að