Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 21
menning sveitanna
201
en leikritin oftast frekar veigalítil. Þá eiga mörg ungmennafélög
bókasöfn, og hafa sveitarstjórnir falið félögunum að starfrækja söfn-
in sem sveitarbókasöfn, síðan lögin um almenningsbókasöfn gengu
í gildi. En hirðing safnanna hefur hjá mörgum félögum verið
næsta bágborin, lítið til þeirra lagt og starfrækslan litlu betri en
engin, — og sums staðar hefur hún fallið niður annað veifið. En
til eru þau félög, sem rækt hafa vel starfsemi safnanna, og á nokkr-
um stöðum, þar sem hún var lítil og léleg, hefur verið bætt um,
svo að vart verður á betra kosið, — með tilliti til aðstæðna.
Skugga-Sveinn á Logalandi.
Ungmennafélag Reykdæla í Borgarfirði er eitt þeirra, sem á all-
ntikið starf að baki á ýmsum sviðum. Félagssvæðið er Reykholts-
dalur og hluti Hálsasveitar; íbúar þess eru um 400. Félagið var
svo forsjált og framtakssamt, að það kom sér upp fyrir mörgum ár-
um allmyndarlegu félagsheimili, sem hitað er hveravatni. Það er í
suðurhlíð Reykholtsdals, milli Snældubeinsstaða og Kjalvararstaða.
Ofan við það hefur félagið plantað skóg. Heimilið heitir Logaland,
en það nafn er kunnugt úr íslenzkum þjóðkvæðum og þá ekki síður
Ijóðvinum þessarar aldar úr þulu eftir Theódóru Thoroddsen og
kvæði úr Svörtum fjöðrum Davíðs skálds frá Fagraskógi. Logaland
hefur verið eigandanum ómetanlegur vettvangur allra hans starfa,
°g einnig hinu starfsama kvenfélagi sveitarinnar.
En árferði í starfi ungmennafélagsins hefur verið misjafnt. Það
kom sér upp bókasafni, sem um skeið eignaðist margt bóka og var
vel starfrækt, en svo kom árabil, sem því var lítið sinnt. Félaginu
var falin starfræksla sveitarbókasafns í hreppnum, þegar samþykkt
höfðu verið lög um almenningsbókasöfn, en nokkur ár liðu, án þess
að það tæki fjörkipp. Síðustu árin hefur félagið bætt úr skák. Safn-
inu hefur verið vel sinnt og notkun þess aukizt að sama skapi. Þá
hafði félagið með höndum allblómlega leikstarfsemi um nokkurt
arabil, en síðan dofnaði yfir því starfi öðru hverju, og víst er um
það, að þegar spurt er um orsakir þess drunga, sem sigið hefur á
starfsemina, eru sakir bornar á lífsönnina. Hún þykir kröfuhörð,
naum á tómstundir og dómhörð á öll frávik.
Svo var það upp úr síðustu áramótum, að leikstarfsemin tók ekki
nnnni fjörkipp en þann, sem orðið hafði starfrækslu bókasafnsins
til heilla.