Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 72
252
eimreiðin
mannsaldur og mótað og þroskað alþýðuna í afstöðunni til menn-
ingarmálanna. Og þegar það er haft í huga, að oft og mörgum sinn-
um dró hann lausn handritamálsins inn í málflutninginn, verður
ljóst, að hann hefur oft teflt djarft, því að slíkt verður að teljast
nokkur áhætta og sjálfsfórn af ábyrgum uppalanda í norrænum
vandamálum. En hann spurði aldrei um það, hvort hann fengi
mikið eða lítið fyrir unnið starf, lof eða last, en takaði einungis út
frá samvizku sinni og eigin sannfæringu.
En þótt allur tíminn, sem farið hefur í fyrirlestraferðirnar hja
Bukdahl, sé meiri en almenningur getur gert sér grein fyrir, þá er
þar til viðbótar ótalin öll sú fyrirhöfn, er hann hefur haft af bréfa-
skiptum í sambandi við handritamálið. Hann leitaði sambands við
alla þá, sem hann áleit að gætu haft jákvæð áhrif á lausn málsins,
ýmist með leiðbeiningum til þeirra eða með því að sækja fróðleik
til þeirra, sem hann taldi sér kunnugri vissum þáttum málsins.
Honum sárnaði oft, þegar íslendingar svöruðu ekki bréfum hans,
en stundum áttu menn ef til vill nokkrar málsbætur, því að rit-
hönd Bukdahls krefst mikillar þolinmæði og er ekki auðlesin fyrir
alla.
En hvernig sem á þessar bréfaskriftir er litið, verður ekki frant
hjá því gengið, að Bukdahl hefur eytt í þær ómældum tíma. Og
hann spurði aldrei um borgun, en hugsjónum sínum samkvæmui
var hann stöðugt á ferð til þess að reyna að brjóta skarð í mur
áhugaleysisins. Jafnvel þótt sleppt sé öllu mati um árangur, felst i
bi'éfaskiptum hans stórkostlegt afrek og einlæg viðleitni til stuðn-
ings málstað annarrar þjóðar. Aðeins í mínum fórum liggja Þa®
miklir staflar af bréfum frá Bukdahl frá meira en 25 ára tímabih,
að þau myndu fylla stórar bækur um handritamálið.
Bréf og bækur Jprgen Bukdahls eru ekki ávallt skemmtilestur-
Oft stendur maður andspænis honum eins og ósyndur maður, sem
er að stíga út í of djúpt vatn. Þó að hann hafi sjálfur ímigust a
öllum krókaleiðum og smásmygli lærdómskenninga, gengur hann
stundum á þeirri braut. Og þó er þetta allt ólíkt skráþurrum bók-
menntafræðum — og skoðunum hans alltaf haldið til streitu í þa8u
ákveðinna hugsjóna. Hann hefur alltaf leitað inn í afkima norskiar
og danskrar alþýðumenningar, til fjallabyggða eða sléttuþorpa, a®
því sem hann telur frjómögn eða varasjóði framtíðarinnar. Ef til
vill er það þess vegna, að ísland hefur alltaf staðið í huga hans sem
sérstakur varnargarður gegn þeirri „heimsmenningu", sem eyðu