Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 37
SKIPTAPI
217
gamli maðurinn dæsti mæðu-
lega.
Hvað áttu nú mikla peninga,
góði minn?
Eg kunni varla að segja frá
því, hvað það var skammarlega
lítið. Ég átti tvær krónur og
fimmtíu aura heima, en mamma
geymdi þær fyrir mig. Ég mátti
ekki eyða þeim fyrr en á jólun-
um, þá átti ég að kaupa fyrir
þasr kort og jólagjafir handa
systkinum mínum. Svo að þær
voru ekki einu sinni lausar til
raðstöfunar. Svo ekki væri nú
nunnzt á tuttugu og fimm krón-
nrnar, sem voru í bókinni minni
í sparisjóðnum. Það var fryst fé.
En ekki gat ég viðurkennt, að
ég ætti enga peninga handbæra.
hefði ég enga heimild til að
ganga að mönnum, ávarpa þá og
spyrja, hvar þeir ynnu.
Ég á lítið. Eitthvað eina eða
tvær krónur. En ég fæ nú meiri
peninga bráðum. Ég á peninga
hjá manni. Og hann hefur lofað
að borga þá mjög fljótlega.
^Eo til, bara orðinn lánveit-
andi átta ára gamall, sagði gamli
naaðurinn, og það var aðdáunar-
lu'eimur í röddinni. Þú ert ekk-
ert blávatn, laxi. Þú verður ein-
hvern tíma maður með mönn-
Uni, það finn ég á mér.
Ég hef víst orðið hálfvand-
r;eðalegur yfir þessu hóli, og nú
þögðum við um stund. Svo segir
gamli maðurinn varfærnislega,
og það var bissnisshljóð í rödd-
inni:
Hvað mundirðu nú vilja borga
fyrir svona skip?
Hverju átti ég nú að svara?
Auðvitað væri ég til með að
borga heilmikið fyrir svona skip.
En hvað var að tala um það,
þegar ég hafði ekki peningana.
Og þetta með peningainneign
mína hjá þessum ónafngreinda
manni var nokkuð, sem ég sjálf-
ur gat að minnsta kosti ekki tek-
ið mjög alvarlega. Og þótt mér
tækist kannski að krafsa saman
eina til tvær krónur fyrir sendi-
ferðir á löngum tíma, hvað
mundi Jrað stoða? Skipin hjá
Sigmundi kaupmanni höfðu víst
ekki kostað undir fimm krónum.
Þrjár krónur og fimmtíu aurar
til fjórar krónur hlaut að vera
lágmarksgreiðsla fyrir svona skip.
En nú sem ég var hálfflæktur
í samningagerð við þennan
reynda skipasmið, hverju átti ég
þá að svara? Helzt yrði ég að láta
hann leggja fram ákveðið verð-
tilboð, sem ég gæti þá eftir atvik-
um gengið frá, ef ég teldi mér
ofviða að afla mér svo mikils fjár.
Hvað þarftu að fá fyrir svona
skip? spurði ég og reyndi að
hleypa karhnannlegu kæruleysi í
röddina.
Gamli maðurinn brosti.
Svona spyr maður ekki í við-
skiptalífinu, drengur minn, sagði
hann svo. Hvað ég þarf? Fyrst af