Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 69
J0RGEN BUKDAHL SJÖTUGUR 249 þjóðarvani og þjóðarágæti. í humornum bindast menn samtökum, sjálfum sér og öðrum til varnar gegn hræsni og yfirdrepsskap. Og svo reyndist einnig í þetta skipti. Allur hátíðleiki var rokinn út í veður og vind, og mér fannst sem nálægð Bukdahls væri eins og frelsandi andvari, því að nú var ég allt í einu orðinn eins og jafn- ingi hans og gat gengið óáreittur af rannsakandi augnaráði inn um aðaldyr kaffistofunnar. I þetta skipti kynntist ég Bukdahl þó ekki. En ég hafði hlotið það ntikla vitneskju um manninn, að upp frá þessu leitaði ég uppi allt, sem hann hafði skrifað, og ég teygaði það í mig, eins og þyrstur niaður bergir svalalind. Mér fannst auðvelt að skilja hugsjónir og skoðanir Bukdahls og allt, sem hann skrifaði um, og árið 1939 ritaði ég langa grein um hann í Eimreiðina. Eftir á hugsaði ég oft um það, að hin mikla hrifning mín á Bukdahl ætti að nokkru leyti ræt- ur að rekja til hinnar fyrstu ræðu, sem ég heyrði hann flytja árið 1935 og þess atviks, er hann bjargaði mér frá niðurlægingu hinnar yfirborðslegu hæversku í anddyri kaffistofunnar. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því, að þó að Bukdahl sé mikill rithöfundur, getur maður allt í einu heyrt hófatak hins brokkgenga púlshests í ritum hans, hnökróttan stíl og tyrfinn. Sama gtldir um hann sem ræðumann. Stundum er hann þó óviðjafnan- legur, og hugsanir hans ásækja mann jafnvel í draumum, lengi eftir að maður hefur hlýtt á hann. Galdur hins jötuneflda starfs hans felst ekki í því, að allt sem hann segir og skrifar standist alla gagn- rýni, heldur í hreinleika markmiðsins og tryggðinni við það. Hug- sjón hans er það efnisföst, að kjarni hennar er laus við tilgerðar- skvaldur. Þess vegna er honum sjaldan hossað hátt í samkvæmum sniáborgaralegra klíkufræðinga og snobbara. Honum er ógeðfellt að viðra sig upp við hina svo kölluðu heldrimenn og hefðarfrúr, og komi það fyrir, að hann sitji með þeim samkvæmi, lætur hann sér fátt um finnast. Það er ekki ætlun mín að skrifa að þessu sinni um bókmennta- starf Jprgen Bukdahls, en læt í því sambandi nægja að vísa til grein- ar minnar í Eimreiðinni 1939. En um það bil, sem sú grein var í smíðum, urðu eins konar kaflaskil í ritstörfum hans. Hann hafði sett sér það takmark að skrifa gagnrýnandi yfirlit um bókmenntir Norðurlanda, tvær bækur um hvert land. En þegar bókunum um Noreg og Danmörk var lokið, nálgaðist óveðrið úr suðri. Og upp b'á því gefur baráttan gegn nazismanum viðfangsefnum hans ákveð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.