Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 70
250
eimrewin
inn svip. Honum var mikið í mun, að þjóð hans skynjaði til fulls
eðli þess stríðs, sem fram undan var, svo að eyðingaröflin næðu ekki
að brjóta niður þær hugsjónir og það stjórnmálafrelsi, sem barizt
hafði verið fyrir í meira en hundrað ár. Jafnvel þótt horfast yrði
í augu við dauða og tortímingu, urðu menn að skilja rök viðburð-
anna. Það var eina leiðin til þess að umrótið spillti ekki hugmynda-
lífi þjóðarinnar. Og þess vegna lagði hann ritstörfin að nokkru leyti
á hilluna um skeið og gerðist atorkusamur fyrirlesari, sannur prédik-
ari, — var stöðugt á ferðalögum milli danskra samkomuhúsa og
skóla.
Á þessum árum sýndu mörg blöð Þjóðverjum talsverða hæversku,
eins konar þjóðernislegt undanhald, svo að ekki var unnt að búast
við neinum vakningaranda úr þeirri átt. En Bukdahl vildi ná talt
af almenningi og losa hann við hætturnar frá þeim hugmyndum,
að nazistastefnan gæti komið í stað norræns lýðræðis. Þess vegna
valdi hann fyrirlestraleiðina. Hann bjó ekki aðeins yfir mikilli þekk-
ingu um norræna menningu, heldur átti hann auðvelt með að túlka
gildi hennar og eigindi. Og það er almennt viðurkennt, að hann
opnaði augu dönsku þjóðarinnar á þessum árum fyrir verðmætum,
sem veittu mönnum andlegt fulltingi gegn hráskinnaleik og ofbefdi
nazismans.
Nokkur útdráttur úr fyrirlestrum hans — það sem fært var að
birta þá — kom út á stríðsárunum og í lok styrjaldarinnar. Það voru
fjögur stór bindi, sem hann kallar „Mellemkrigstid“. Auk þess sendi
hann frá sér tvær minni bækur, „Norden og Evropa“ og „Lyse-
klosteret“. í hinni fyrri leitast hann við að benda á þær hugsjónn,
sem fela í sér líf og vaxtarbrodd Evrópu almennt. í hinni síðari
rennir hann augum til Noregs, hvernig þessi frændþjóð hefur lifað,
hrærzt, þjáðst og vonað á miðaldatímunum. En þrátt fyrir einangr-
un og harðæri styrjaldarinnar gat hann ekki algerlega sleppt þvl
að hugsa um þann jarðveg, sem skáldskapurinn sprettur upp nr.
Sköpunarverk skáldanna voru nátengd viðreisnaröflunum í Lfi
allra þjóða, og sjálfstæðisþrá hans hvetur stöðugt til að reyna að
greipa skáldskap Norðurlanda í eina heildarmynd, tengja ættarmot-
in saman, svo að allir gætu séð persónuleika þess anda, sem alltaf
og alls staðar er á ferðinni sem gnýr frelsis og hugrekkis, — and-
stæða draugsins úr myrkri fortíðarinnar: einveldisstefnunnar. Niður-
staða þessara hugleiðinga kemur fram í hinum miklxx ritverkum
Bukdahls, „Nordisk digtning“ og „Norden i tusind ár“. Þá fy11'