Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 59
DVLRÆNAR SAGNIR 239 ég var stödd og ekki hafði ég tal af neinum í húsinu. Þremur árum síðar dreymdi mig sarna drauminn. Ég var aftur stödd í þessu sama húsi og vissi, að ég hafði komið hér áður. Úr and- dyrinu sá ég konuna, sem stóð við línskápinn á efri hæðinni. Skápur þessi var beint á móti stiganum og var hún að athuga hnið. Hana hafði ég líka séð í fyrri draumnum. Ég var alveg sannfærð um að leið mín lægi enhvern tíma í þetta hús, en hvenær og hvar húsið var, eða hver átti það. var mér algerlega hulið. Árið 1948 í aprílmánuði lagði ég af stað til Ameríku í boði Olafs Péturssonar frænda míns, sem ætlaði að taka á móti mér °g hafa veg og vanda af dvöl tninni vestra. Ólafur var bróðir dr. Rögnvaldar heitins Péturs- sonar. En þá var blessaður Rögn- valdur frændi dáinn og saknaði ég hans mikið. Viðtökurnar á Winnipeg flug- velli voru elskulegar. Þar var fflafur frændi mættur og kona hans, séra Filipp sonur hans, Margrét Rögnvaldsdóttir og margt fleira skyldfólk, sem ég hafði aldrei séð né heyrt getið um. Svo var ekið heim til Ólafs. En er ég steig inn í forstofuna Eom allt mér svo kunnuglega fyrir sjónir. Ég hafði komið hér áður. Og mundi ég nú draurn- inn, sem mig hafði dreymt tví- vegis með þriggja ára millibili. Svo að þetta var húsið. Mér varð litið upp stigann. Við mér blasti ljós veggur. Þarna hafði ég séð konu standa við opinn línskáp. En nú sá ég engan skáp. Skápur- inn hlaut að vera greyptur inn í vegginn, hugsaði ég. Það reynd- ist rétt, og oft sá ég húsfreyjuna standa við skápinn, sem hafði að geyma lín heimilisins. Ég vissi líka allt um herbergjaskipun bæði niðri og á miðhæðnni. Ég vissi, að á miðhæð voru þrjú svefnherbergi og ein stofa. Þetta reyndist líka rétt. Morguninn eft- ir leiddi frændi mig inn í stof- una og sagði að þessi stofa væri ætluð mér meðan ég dveldi hjá þeim. Þarna gæti ég haft næði til að skrifa, ef ég vildi. Stofan var búin ágætum húsgögnum og auk þess var í henni arinn og stórt skrifborð. Það voru allir hissa á því, hve vel ég rataði um húsið. Einkum hafði Anna húsfreyja orð á því. „Það er engin furða,“ sagði ég. „Ég hef komið hér áður.“ Ég vil geta þess að þegar mig dreymdi draumana hafði mér ekki komið til hugar að fara til Ameríku. Ég hefði tekið því mjög fjarri, ef einhver hefði sagt að það ætti fyrir mér að liggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.