Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 20
MENNING SVEITANNA SÍÐARI HLUTI eftir Guðmund Gíslason Hagalín. Þess ber að geta, að ekki hefur hin félagslega og menningarlega starfsþörf sveitafólksins látið fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi rneð öllu ósnortna. Þó að félagsheimilin séu jafnt ætluð þéttbýli sem dreifbýlinu margnefnda, munu lögin um þau ekki sízt hafa átt rætur sínar að rekja til aðkallandi þarfa sveitanna. En eins og allir vita, hefur notkun þessara húsa sætt mikilli gagnrýni og mjög verið dregið í efa, hvort þau hafi reynzt sveitunum veruleg heillaþúfa. En svo er um þau sem sitthvað annað, sem er nýmæli og ætlað til almenningsþarfa, að jafnan er hærra haft um hvers konar misfellui heldur en um hitt, sem vel tekst og heillavænlega. Og víst er, að það, sem á liðnum vetri dró huga minn enn einu sinni að menn- ingarmálum sveitanna og úrbótum á þeim vettvangi, hefði vart gerzt, ef lögin um félagsheimili hefðu aldrei verið sett. Mörg ungmennafélög eru enn við lýði í landinu, þó að sums staðar hafi slík félög dregizt upp eða orðið bráðkvödd — og þá eink- um í borgum, kaupstöðum og fjölmennum þorpum — og jafnvel ekkert félag sé í heilum sýslum. Mörg ungmennafélög inna þó enn- þá af hendi allmikið starf, en mjög víða er það ærið einhæft, beinist svo að segja eingöngu að íþróttum. Hefur mér þótt undarlegt að lesa skýrslur um starfsemi sambands ungmennafélaga í Suður-Þmg- eyjarsýslu og sjá þar hvergi votta fyrir neinni annarri viðleitni til þroskandi þjálfunar andlegra eiginda ungra manna en iðkun íþrótta. Sú starfsemi er síður en svo lítils virði einstaklingum og þjóðfélag- inu, en hins vegar allt annað en æskilegt, að hún sé einasta viðfangs- efni ungs fólks, utan daglegra skyldustarfa, enda ekki í samræmi við stefnu ungmennafélaganna á blómaskeiði þeirra, að svo sé.. . All" mörg félaganna hafa annað veifið haft með höndum leikstarfsemu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.