Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 81
heimspeki karlmennskunnah
261
þeim afrit, og tók Arrianus þá þann kostinn að gefa þau út. — Margra
grasa kennir í ritum þessum og er víða við kornið. Epictet fjallar um
hversdagsleg viðfangsefni og gerir meira að því en aðrir heimspekingar
að taka daglega viðburði til meðferðar og athugunar. Hann er athugull
og orðsnjall, svo að afber, en stundum kaldhæðinn. Ræður hans sumar
eru ekki við allra hæfi, en um handbók Epictets, þá, er áður var nefnd
og nefnist á íslenzku: „Hver er sinnar gæfu smiður“, er það að segja,
að hana getur hver meðalgreindur maður lesið sér til sálubóta og and-
legs ávinnings. Leyfi ég mér að birta hér 1. kaila bókarinnar, ekki sízt
vegna þess, að þar eru settar fram sumar meginkenningar Stóumanna,
og kemur lífsviðhorf þeirra þar skýrt í ljós. Kaflinn er á þessa leið:
„Sumt í þessum heimi er á valdi voru, en annað ekki. Hugmyndir,
fýsnir, ílöngun og andúð eru á valdi voru; í fáum orðum sagt, allt,
sem er vort eigið verk. Líkarni vor, fjármunir, virðing og sýsla eru ekki
á valdi voru; í fáum orðum sagt, allt, sem er ekki vort eigið verk.
Það, sem er á valdi voru, er í eðli sínu frjálst, haftalaust og óhindrað.
Hitt, sem er ekki á valdi voru, er vanmátta, þrælkað, heft og háð
öðrum.
Minnstu því, að ef þú hyggur það vera frjálst, sem er ófrjálst í eðli
sínu, og ef þú ætlar þér valcl á því, sem annarra er, þá hlýtur þú and-
streymi af, þjáningu og eirðarleysi og ámælir bæði guði og mönnum.
En ef þú telur þig eiga það eitt, sem þú átt, og annarra efni vera þér
óskyld, svo sem þau eru í raun, þá mun enginn geta þröngvað kosti
þínurn, enginn standa gegn þér, þú munt engan bera sökum, engan
ávíta, ekkert gera nauðugur, enginn mun særa þig, og þú munt engan
fjandmann eiga, því að ekkert getur vakið þér þjáningu.
Ef hugur þinn stendur til svo hárra hluta, þá gerðu þér ljóst, að þú
munt ekki aðeins þurfa að leggja þig hóilega franr, helclur hafna ýmsu
með öllu, en neita þér um margt um stundarsakir. En ef þú sælist
jafnframt eftir því, hvort heldur það er metorð eða auðæfi, þá öðlast
þú þau jafnvel ekki, þar sem þú girnist hitt að auki. Að minnsta kosti
muntu fara á mis við það, er eitt veitir frelsi og hamingju.
Kappkosta þú Jrví að segja við sérhverja ógeðfellda hugmynd: Þú ert
hugarburður einn, en ekki það, sem Jrú sýnist vera. Því næst skaltu
tannsaka hana og prófa með Jreim reglum, sem þú hefur tamið |)ér,
en einkum Jreirri meginreglu, hvort hugmyndin á við það, sem er á
valdi voru, eða ekki. Ef hún á við Jrað, sem er ekki á valdi voru, þá
skaltu hafa svarið á takteinum: Þetta kemur mér ekki við.“
Þannig farast Epictet orð. í mörgum köflum þessarar litlu bókar eru