Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Page 81

Eimreiðin - 01.09.1966, Page 81
heimspeki karlmennskunnah 261 þeim afrit, og tók Arrianus þá þann kostinn að gefa þau út. — Margra grasa kennir í ritum þessum og er víða við kornið. Epictet fjallar um hversdagsleg viðfangsefni og gerir meira að því en aðrir heimspekingar að taka daglega viðburði til meðferðar og athugunar. Hann er athugull og orðsnjall, svo að afber, en stundum kaldhæðinn. Ræður hans sumar eru ekki við allra hæfi, en um handbók Epictets, þá, er áður var nefnd og nefnist á íslenzku: „Hver er sinnar gæfu smiður“, er það að segja, að hana getur hver meðalgreindur maður lesið sér til sálubóta og and- legs ávinnings. Leyfi ég mér að birta hér 1. kaila bókarinnar, ekki sízt vegna þess, að þar eru settar fram sumar meginkenningar Stóumanna, og kemur lífsviðhorf þeirra þar skýrt í ljós. Kaflinn er á þessa leið: „Sumt í þessum heimi er á valdi voru, en annað ekki. Hugmyndir, fýsnir, ílöngun og andúð eru á valdi voru; í fáum orðum sagt, allt, sem er vort eigið verk. Líkarni vor, fjármunir, virðing og sýsla eru ekki á valdi voru; í fáum orðum sagt, allt, sem er ekki vort eigið verk. Það, sem er á valdi voru, er í eðli sínu frjálst, haftalaust og óhindrað. Hitt, sem er ekki á valdi voru, er vanmátta, þrælkað, heft og háð öðrum. Minnstu því, að ef þú hyggur það vera frjálst, sem er ófrjálst í eðli sínu, og ef þú ætlar þér valcl á því, sem annarra er, þá hlýtur þú and- streymi af, þjáningu og eirðarleysi og ámælir bæði guði og mönnum. En ef þú telur þig eiga það eitt, sem þú átt, og annarra efni vera þér óskyld, svo sem þau eru í raun, þá mun enginn geta þröngvað kosti þínurn, enginn standa gegn þér, þú munt engan bera sökum, engan ávíta, ekkert gera nauðugur, enginn mun særa þig, og þú munt engan fjandmann eiga, því að ekkert getur vakið þér þjáningu. Ef hugur þinn stendur til svo hárra hluta, þá gerðu þér ljóst, að þú munt ekki aðeins þurfa að leggja þig hóilega franr, helclur hafna ýmsu með öllu, en neita þér um margt um stundarsakir. En ef þú sælist jafnframt eftir því, hvort heldur það er metorð eða auðæfi, þá öðlast þú þau jafnvel ekki, þar sem þú girnist hitt að auki. Að minnsta kosti muntu fara á mis við það, er eitt veitir frelsi og hamingju. Kappkosta þú Jrví að segja við sérhverja ógeðfellda hugmynd: Þú ert hugarburður einn, en ekki það, sem Jrú sýnist vera. Því næst skaltu tannsaka hana og prófa með Jreim reglum, sem þú hefur tamið |)ér, en einkum Jreirri meginreglu, hvort hugmyndin á við það, sem er á valdi voru, eða ekki. Ef hún á við Jrað, sem er ekki á valdi voru, þá skaltu hafa svarið á takteinum: Þetta kemur mér ekki við.“ Þannig farast Epictet orð. í mörgum köflum þessarar litlu bókar eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.