Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 58
238
EIMREIÐIN
þeim, er við Katrín fórum út á
stéttina urn kvöldið, en um þær
dyr gengum við. Þær voru harð-
læstar. Það kom líka í sama stað
niður, því að hefði einhver kom-
ið inn um þær, komst hann ekki
inn í ganginn nema í gegnum eld-
húsið, en þá hefðurn við orðið
hans varar. Samt gekk ég nú upp
stigann tii baðstofu. Eg bað Kat-
rínu bíða í miðjum stiganum
með lampann í hendinni, sjálf
var ég með eldspýtur og fýsti í
hvert rúm. Allir voru í fasta
svefni og varð enginn var við
þennan leiðangur. Ég vil taka
það fram, að aðeins einnar rúðu
gluggi var á þessum gangi og var
hann efst yfir dyrum. Svo lítill
var glugginn, að ekki hefði verið
nein leið að komast inn um
hann, enda var hann ekki á hjör-
um og ekki hægt að opna hann.
Við héidum nú áfram með
lundabaggana og biðum þar til
slátrið var soðið, sem var kl. 3
um nóttina. Ég held að það hafi
verið dálítill óhugur í okkur báð-
um, en við létum ekki á því bera.
Oft höfum við rætt um þetta
síðan og erum á einu máli um
það, að enginn mannlegur mátt-
ur hafi opnað sighurðina hina
umræddu haustnótt.
*
Ég hef lesið það, sem að fram-
an er skráð, og er að öllu rétt frá
skýrt að mínu áliti, sem var sjón-
arvottur að því að hurðin opn-
aðist án þess að nokkur mennsk-
ur máttur væri þar viðriðinn. Ég
vil vekja athygli á því, að lóðið
á hurðinni var þungt og þurfti
því talsverðan kraft til að opna
hana, sérstaklega skálamegin.
Hún gat heldur ekki numið stað-
ar nema stutt væri við hana. Það
hefur áreiðanlega verið gert, þótt
livorug okkar sæjum þann, sem
þar var að verki.
Katrin Kristinsdóttir,
Stokkseyri.
*
Katrín var mörg ár búsett a
Stokkseyri, en er látin fyrir fá-
um árum.
Ég held að Katrín hafi getið
þessa atburðar heima hjá sér og
systur hennar muni þetta. Onn-
ur þeirra býr hér í bæ, en hxn
á Stokkseyri.
Þriðja ferðin.
Stundum dreymir mig sama
drauminn oftar en einu sinni og
Ixregst þá ekki, að draumurinn
rætist. Sjö árum áður en ég fQl
í kynnisför til frændfólks míns
í Ameríku dreymdi mig að eg
var stödd í húsi, sem ég hafðx
ekki komið í áður, og var nxéi
sýnd öll herbergjaskipun bæði á
fyrstu og annarri hæð. Ég var
ein á ferð, en ekki vissi ég, hvar