Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 106
286
EIMREIÐIN
með líf og sál af mönnum þeim,
sem hafa náð í hjörtu vor.
Og henda þeim á milli sín.
Kvæðið Geimskot er í líkum anda:
Þið sparið ekki auðinn þar,
sem allt er snautt og lífi firrt.
En hundrað-milljón barna bæn
um brauð — er smáð og lítilsvirt.
Eg hélt þið munduð eiga enn
á okkar jörðu skotmörk nóg,
í álfum hennar, öllum sjö,
og út um bylgjukvikan sjó.
Þið hafið stjórnað lienni svo,
að livergi þar neinn stað ég finn,
sem gefur ykkur óðalsrétt
á öðrum hnöttum fyrst um sinn.
Og gætið liófs, þið herguðsmenn,
og lilífið öllum stjörnum Jreim,
sem lýsa okkar litlu jörð
á langri braut um dimman geim.
En Jrrátt fyrir ugg skáldsins við hin
eyðandi öfl í heiminum og umbrot á
tækniöld, treystir hann Jrví, að móðir
jörð verði mannkyninu þó ávallt at-
hvarf. I síðasta kvæði bókarinnar,
Börn jarðar, segir svo í lokaerindinu:
Og blómjurtir þéttast og æxlast hvert
um aldir og búa í haginn. [ár
Svo bjargar hin milda og máttuga jörð,
ef menningin springur einn daginn.
Ef eldurinn kviknar í óvitans hönd
og eitrast vor Jtéttbýlis gróður,
að lokum snýr fólkið af flóttanum
í fang sinnar ástríku móður. [heim
Af þeim dæmum, sent hér ltafa ver-
ið tilfærð, má sjá, að Heiðrekur Guð-
mundsson tekur til meðferðar í Jressari
bók ýmis þau málefni, sem eru í
brennipunkti, þau viðfangsefni nútím-
ans, sem flesta varða og skipt geta
sköpum — í mannheimum. Þetta eru
Jrví í orðsins fyllstu merkingu nútíma
ljóð, sem eiga erindi við samtímann.
Ingólfur Kristjánsson.
F0ROYSKAR BÓKMENTIR I IJR-
VALI, 2. I.agt til rættis hava Sverri
Fon og Sofus Joensen. Fþroya Skúla-
bókagrunnur, Thórshavn, 1964.
Frændur okkar Færeyingar eiga
merkilegar og fjöljrættar bókmenntir,
eins og úrval það, sem hér er gert að
umtalsefni, gefur að nokkuru í skyn,
innan sinna takmarka. En eins og
skýrt er frá í formálanum, er Jjcssi
bók 2. bindi fyrirhugaðs Jjriggja binda
úrvals úr færeyskum bókmenntum,
eldri og yngri, og fjallar um þá rit-
höfunda, sem fæddir eru fyrir 1880.
Tekur rithöfundarstarfsemi Jjeirra
aðallega yfir tímabilið 1850—1950. Hér
er, eins og ennfremur er tekið frain í
formálanum, fyrst og fremst um að
ræða kennslubók í færeyskum bók-
menntum fyrir æðri skóla í Færeyjum,
og er ritsafnið í heild sinni miðað við
Jjarfir [jeirra. En jafnframt er Jjetta
bindi handhægt yfirlit yfir færeyskar
bókmenntir á umræddu tímabili fy1'11'
lesendur almennt, og má J:«ð valalaust
einnig segja um liin bindi ritsafnsins,
Jjegar þau koma fyrir almennings-
sjónir.
Rit [jetta, sem er hátt á fjórða
hundrað blaðsíður að meginmáli, hef-
ur inni að halda úrval úr verkum
tuttugu færeyskra skálda og ritliöf-
unda, og kennir þar æði margra grasa,
bæði í óbundnu máli og stuðluðu. Hér
eru Jjjóðsögur og þættir, smásögur og
kaflar úr lengri skáldsögum og leikrit-
um, og ritgerðir um ýmisleg efni. l'->
hér Jjví margt girnilegt til fróðleiks í
Jjeim bókmenntagreinum.