Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 57
OULRÆNAR SAGNIR 237 var að ganga tvö um nóttina. Daginn áður var veður mjög stillt og um kvöldið var alveg blæjalogn og himinn alstirndur með leiftrandi norðurljósum. Við Katrín höfðurn gengið út um kl. 11 um kvöldið til þess að draga að okkur hreint loft. Ég man að við stóðum um stund úti á stétt- inni og dáðumst að fegurð him- insins. Landslag sáum við ekki nema í hillingum. Dimm haust- nótt grúfði yfir. Ég stóð við þann enda borðs- ms, sem var fast við dyr þær, er gengið var um fram í anddyrið. Katrín stóð við hinn endann og sneri því baki að sighurðinni, en þar sem ég stóð blasti hún við. Ljós logaði á lampanum, sem hékk yfir borðinu og bar góða birtu og sást vel um allt eldhúsið. Draghljóðið barst jafn snemma að eyrum okkar beggja, sem stóð- um við borðið. Katrín varð að snúa sér við, en ég að líta upp þg horfa fram til hurðarinnar. Ég þekkti strax hljóðið. Nú sjá- utn við báðar að hurðin opnast úl hálfs, nam svo andartak stað- ar eins og einhver styddi við hana, en skelltist svo að stöfum ^eð miklu harki. Andartak horfðum við Katrín hvor á aðra. Syo hrópaði ég: »,Hver er þar?“ Það kom ekkert svar. »,Ætli allir séu háttaðir?“ segir Katrín loks. „Það held ég áreiðanlega, en kannske dyrnar að ganginum séu ólokaðar og einhver sé á ferð þarna frammi,“ segi ég. „Það gæti verið hundur, sem krafsað hefði í hurðina," segir Katrín. „Nei, hundurinn sefur vært bak við eldavélina,“ segi ég og bendi henni á hundinn, sem lá fram á lappir sínar og þótti ylurinn góður. Ég var þá aðeins 28 ára gömxtl og lítið trúuð á yfirnáttúrlega hluti, enda haft litla reynslu í þeim efnum. Ég vildi fyrir hvern mun ganga úr skugga um, að allt hlyti þetta að vera eðlilegt. Helzt datt mér í hug að einhver heimamanna væri að gera okkur glettur. Ég rann þó blint í sjó- inn um það, hverjum ég átti að ætla slíkt. Okkur kom nú saman um að taka ljósið og ganga fram í gang- inn og athuga, hvort dyrnar væru lokaðar eða hvort vera kynni að einhver leyndist í ganginum. Er ekki að orðlengja það, að við lýstum um allt, en urðum einskis vísari. Hurðin var lokuð að inn- an verðu og var engin leið að opna hana að utan verðu, er hún var lokuð innan frá. Það var því alveg útilokað, að þarna hefði verið nokkur lifandi vera á ferð. En samt gengum við Katrín fram í anddyrið til þess að at- huga, hvort þær dyr væru lokað- ar. Ég þóttist sjálf hafa lokað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.