Eimreiðin - 01.09.1966, Blaðsíða 52
232
EIMREIÐIN
sem var að ræða um baðstrendurnar og sagði frá því, að frárennsli
verksmiðjanna og klóök frá bæjum og sumarhúsum væru nú að
verða svo þétt meðfram allri strönd Danmerkur, að baðgestir eigi
á hættu að fá í sig hvers kyns bakteríur og óhreinindi. Víðar en þar,
sem fólk er varað við að baða sig í sjónum, inniheldur vatnið magn
af gerlum, sem er langtum meira en heilbrigðisyfirvöldin geta sætt
sig við. Danmörk er orðin mjög þéttbýlt land og þetta mál hefur
ekki verið athugað í tíma. Nú kostar hundruð milljóna danskra
króna að bæta úr. Kaupmannahafnarborg er með bollaleggingar um
hreinsun á Eyrarsundi í næsta nágrenni við borgina og er áætlaður
kostnaður 300 millj. danskra króna, ef notuð verður svokölluð bio-
logísk hreinsun í stað mekanískrar, sem talin er miklu lélegri.
Að vísu fellur mikið vatn til sjávar á íslandi. En Danir héldu
líka, að sízt yrði of lítið af vatni og sjó hjá þeim. Þeir mundu ekki
hafa verið neyddir út í nærri óyfirstíganlega dýrar framkvæmdir við
að hreinsa vatnið, ef þeir hefðu strax sett sér strangar reglur um að
leiða klóökin nógu langt út og um eyðingu úrgangsefna frá verk-
smiðjum, áður en þær risu í verulegum mæli. Ættum við nú ekki
að láta okkur þetta að kenningu verða? Hvað skyldu vera margu'
blettir með allri strandlengjunni kringum Seltjarnarnesið og Reykja-
vík, þar sem klóak ekki flytur óhreinindi út í fjöruborðið? Og
hvernig verður með frárennsli frá verksmiðjunum, nú þegar þær
eru að koma til sögunnar hér á landi?
Reyndar þurfum við ekki að tala um vatnið eða höfin, til að
finnast óhreinindin vágestir. Eftir að hafa ferðazt um landið á sumt-
in, getur það ekki farið fram hjá neinum, að þegar er farið að bóla
á því, sem á eftir að verða vandamál. í framtíðinni — ég veit ekki,
hvað verður langt þangað til — ber fyrir augu meðfram öllum veg-
um skrautlega sjón: hárauðar mjólkurhyrnur, ryðgular dósir og
plastpoka með hvers kyns innihaldi. Þessar stórkostlega þægiRgu
umbúðir nútímans eyðast nefnilega ekki eða ákaflega seint. I næst-
um hverjum hvammi meðfram fjölförnum leiðum skarta þær. Stund-
um áberandi og án þéss að fara í felur, en stundum gægjast þ;er
fram undan steinum eða í gjótum, ef sérstaklega hirðusamt fólk
hefur verið með þær. Það hefur safnað í þær í bílum sínum, 1
tjaldinu eða þarna í lautinni, meðan borðað var og drukkið. Svo
hefur húsbóndinn pakkað þessu vel saman og stungið undir stexn-
Og það gægist útundan, annað hvort strax eða seinna. Það er að
vísu skárra en að henda plastpokanum lausum, en næstum verra en