Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1966, Page 21

Eimreiðin - 01.09.1966, Page 21
menning sveitanna 201 en leikritin oftast frekar veigalítil. Þá eiga mörg ungmennafélög bókasöfn, og hafa sveitarstjórnir falið félögunum að starfrækja söfn- in sem sveitarbókasöfn, síðan lögin um almenningsbókasöfn gengu í gildi. En hirðing safnanna hefur hjá mörgum félögum verið næsta bágborin, lítið til þeirra lagt og starfrækslan litlu betri en engin, — og sums staðar hefur hún fallið niður annað veifið. En til eru þau félög, sem rækt hafa vel starfsemi safnanna, og á nokkr- um stöðum, þar sem hún var lítil og léleg, hefur verið bætt um, svo að vart verður á betra kosið, — með tilliti til aðstæðna. Skugga-Sveinn á Logalandi. Ungmennafélag Reykdæla í Borgarfirði er eitt þeirra, sem á all- ntikið starf að baki á ýmsum sviðum. Félagssvæðið er Reykholts- dalur og hluti Hálsasveitar; íbúar þess eru um 400. Félagið var svo forsjált og framtakssamt, að það kom sér upp fyrir mörgum ár- um allmyndarlegu félagsheimili, sem hitað er hveravatni. Það er í suðurhlíð Reykholtsdals, milli Snældubeinsstaða og Kjalvararstaða. Ofan við það hefur félagið plantað skóg. Heimilið heitir Logaland, en það nafn er kunnugt úr íslenzkum þjóðkvæðum og þá ekki síður Ijóðvinum þessarar aldar úr þulu eftir Theódóru Thoroddsen og kvæði úr Svörtum fjöðrum Davíðs skálds frá Fagraskógi. Logaland hefur verið eigandanum ómetanlegur vettvangur allra hans starfa, °g einnig hinu starfsama kvenfélagi sveitarinnar. En árferði í starfi ungmennafélagsins hefur verið misjafnt. Það kom sér upp bókasafni, sem um skeið eignaðist margt bóka og var vel starfrækt, en svo kom árabil, sem því var lítið sinnt. Félaginu var falin starfræksla sveitarbókasafns í hreppnum, þegar samþykkt höfðu verið lög um almenningsbókasöfn, en nokkur ár liðu, án þess að það tæki fjörkipp. Síðustu árin hefur félagið bætt úr skák. Safn- inu hefur verið vel sinnt og notkun þess aukizt að sama skapi. Þá hafði félagið með höndum allblómlega leikstarfsemi um nokkurt arabil, en síðan dofnaði yfir því starfi öðru hverju, og víst er um það, að þegar spurt er um orsakir þess drunga, sem sigið hefur á starfsemina, eru sakir bornar á lífsönnina. Hún þykir kröfuhörð, naum á tómstundir og dómhörð á öll frávik. Svo var það upp úr síðustu áramótum, að leikstarfsemin tók ekki nnnni fjörkipp en þann, sem orðið hafði starfrækslu bókasafnsins til heilla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.