Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 11

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 11
ÁGÚSTA PÁLSDÓTTIR þeirra í öðrum vestrænum ríkjum (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir 1993:41-48). Einnig má finna vísbendingar um að íslensk börn lesi ekki jafn fjölbreytt efni og þau gerðu fyrir rúmum 20 árum (Ása Þórðardóttir 1994:64). Stúlkur lesa meira en drengir (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir 1993:42-43), en á unglingsárunum dregur hins vegar úr tómstundalestri hjá báðum kynjum og munur á milli þeirra hverfur eftir að í fram- haldsskóla er komið (Þóroddur Bjarnason og Þórólfur Þórlindsson 1993:48- 50). Ein rannsókn (Taylor 1995:208-213) hefur beinst að því að athuga í hvaða tilgangi ís- lenskar fjölskyldur lesa. Niðurstöðumar sýna að í fjölskyldum þar sem móðir hefur meiri menntun er lesið með fjölbreyttari tilgang í huga og tómstundir tengjast frem- ur lestri eða athöfnum tengdum lestri en í fjölskyldum þar sem móðir hefur minni menntun. Alþjóðleg rannsókn á lestrargetu barna sýnir að lestrarfærni þeirra ís- lensku barna sem lesa mikið í tómstundum sínum er betri en barna sem lesa lítið. Auk þess mældist jákvæð fylgni milli árangurs í lestri og þess hve góðan aðgang börn hafa að lesefni á heimilum sínum og hvort þau nota bókasöfn eða ekki (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir 1993:58-61). Rannsóknir á því hvað hvetur íslensk börn til að lesa í tómstundum sínum og hvernig foreldrar geta haft áhrif þar á hefur skort og enn er margt óljóst um lestrar- venjur íslenskra barna. Markmiðið með rannsókn þeirri sem fjallað er um var að kanna hvernig lestrar- venjur flytjast milli þriggja kynslóða. í þessari grein verður fyrst og fremst lögð áhersla á að reyna að varpa ljósi á þann þátt rannsóknarinnar sem laut að því að kanna hvað skilur að fjölskyldur þeirra barna sem hafa áhuga á lestri og þeirra sem hafa lítinn áhuga á lestri. Jafnframt verður fjallað um samhengi milli lestrarvenja barna og hvatningaraðferða foreldra. AÐFERÐAFRÆÐI í rannsókninni voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir en þær henta vel í rannsóknum sem beinast að því að öðlast heildstæða mynd af lífi og aðstæðum fólks og að skilja hlutina eins og þeir koma þátttakendum fyrir sjónir. Tilgangurinn er ekki að fá fram tölfræðilegt yfirlit yfir það svið sem rannsakað er heldur að öðlast dýpri þekkingu á því hvaða merkingu þátttakendurnir sjálfir leggja í líf sitt og athafnir (Taylor og Bogdan 1984). Þátttakendur Á tímabilinu frá því í ágúst 1995 til júlí 1996 voru tekin viðtöl við meðlimi sjö fjölskyldna, börn á aldrinum tíu til tólf ára, báða foreldra þeirra og afa og ömmur, bæði í föður- og móðurætt, alls 43 einstaklinga. Auk þess voru notuð viðtöl við fimm fjölskyldur sem tekin höfðu verið vorið og sumarið 1990. Heildarfjöldi þátt- takenda, samtals 74 einstaklingar, tilheyrði því tólf fjölskyldum. Við val á þátttakendum var það sett sem skilyrði að börnin byggju með báðum foreldrum sínum til að hægt væri að meta áhrif frá bæði föður- og móðurfjölskyldu þeirra. Jafnframt miðaðist valið við að fá upplýsingar um viðhorf og venjur hjá fjölskyldum barna sem voru áhugasöm um lestur og einnig hjá fjölskyldum barna 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.