Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 13
ÁGÚSTA
PÁLS
DOTT
R
Einnig var tónlistarnám og dansnámskeið í þessum flokki.
í öðru lagi var könnuð þátttaka í menningarstarfi, til dæmis heimsóknir á bóka-
söfn, leiksýningar, kvikmyndasýningar, tónleika og myndlistarsýningar.
í þriðja lagi var könnuð notkun á fjölmiðlum, þ.e. hljóð- og myndmiðlum, og
einnig prentuðum miðlum svo sem dagblöðum og tímaritum.
Greining á lestraráhuga barnanna
Við mat á lestraráhuga barnanna var tekið mið af þremur þáttum:
í fyrsta lagi hve mikið börnin sögðust lesa af bókum í tómstundum. Hér var þó
einnig þörf á að taka tillit til þess hvers konar bækur börnin lásu. Má til dæmis
nefna að það barn sem las einna flestar bækur sagði að stór hluti bókartna væru
myndasögur sem eru yfirleitt fljótlesnar. í öðru tilviki var um að ræða barn sem hafði
lesið þrjár bækur í þeim mánuði sem rætt var við það, en þar af voru tvær um 300
blaðsíður eða mun lengri en gengur og gerist um bamabækur. Það var því ekki hægt
að miða aðeins við fjölda lesinna bóka þegar áhugi bamanna fyrir lestri var metinn.
í öðru lagi var tekið mið af því hversu mikið börnin lásu af tímaritum, teikni-
myndablöðum og dagblöðum.
í þriðja lagi var stuðst við mat foreldranna á því hversu áhugasöm börnin voru
um að lesa í tómstundum sínum.
Greining á tómstundavenjum
og lestraráhuga fullorðinna þátttakenda
Við greiningu á tómstundavenjum fullorðinna þátttakenda voru skoðaðir sömu
þættir og hjá börnunum, þ.e. þátttaka í félagsstarfi, í menningarstarfi og notkun
fjölmiðla. Þegar áhugi fullorðinna þátttakenda á lestri var metinn töldust þeir hafa
áhuga á tómstundalestri sem sögðust lesa að meðaltali eina til tvær bækur á
mánuði eða sögðu að það væri nánast dagleg venja hjá sér að lesa. Þá var oft um að
ræða fólk sem sagðist hafa fyrir venju að lesa á kvöldin áður en farið væri að sofa
og þá iðulega í stuttan tíma í senn. Einnig var miðað við hversu mikið fólk las af
öðru efni en bókum, til dæmis dagblöðum eða tímaritum.
Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar
í rannsókninni var áhersla lögð á að athuga hvernig foreldrar geta stutt við lestrar-
áhuga barna sinna. Við túlkun á gögnunum var stuðst við kenningar bandaríska
uppeldisfræðingsins Diana Baumrind (1966:889-892) sem hefur rannsakað hvaða
áhrif mismunandi uppeldisaðferðir foreldra hafa á persónuleikamótun barna, en
kenningar hennar hafa haft töluverð áhrif meðal þeirra sem rannsaka samskipti
foreldra og barna. Baumrind komst að þeirri niðurstöðu að flokka mætti uppeldis-
aðferðir í þrennt, þ.e. leiðandi, skipandi og eftirlátssamar aðferðir.
Leiðandi foreldrar eru líklegir til að leggja áherslu á sjálfstæði barna sinna og
reyna að leiðbeina þeim á skynsamlegan og málefnalegan hátt. Þeir gera miklar
kröfur til barnanna en veita þeim einnig mikla leiðsögn og stuðning og meta það
sem börn þeirra gera á jákvæðan hátt. Þessir foreldrar eru ákveðnir en jafnframt
næmir fyrir þörfum barna sinna og setja þeim ekki fastar og ófrávíkjanlegar reglur.
11