Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 13

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 13
ÁGÚSTA PÁLS DOTT R Einnig var tónlistarnám og dansnámskeið í þessum flokki. í öðru lagi var könnuð þátttaka í menningarstarfi, til dæmis heimsóknir á bóka- söfn, leiksýningar, kvikmyndasýningar, tónleika og myndlistarsýningar. í þriðja lagi var könnuð notkun á fjölmiðlum, þ.e. hljóð- og myndmiðlum, og einnig prentuðum miðlum svo sem dagblöðum og tímaritum. Greining á lestraráhuga barnanna Við mat á lestraráhuga barnanna var tekið mið af þremur þáttum: í fyrsta lagi hve mikið börnin sögðust lesa af bókum í tómstundum. Hér var þó einnig þörf á að taka tillit til þess hvers konar bækur börnin lásu. Má til dæmis nefna að það barn sem las einna flestar bækur sagði að stór hluti bókartna væru myndasögur sem eru yfirleitt fljótlesnar. í öðru tilviki var um að ræða barn sem hafði lesið þrjár bækur í þeim mánuði sem rætt var við það, en þar af voru tvær um 300 blaðsíður eða mun lengri en gengur og gerist um bamabækur. Það var því ekki hægt að miða aðeins við fjölda lesinna bóka þegar áhugi bamanna fyrir lestri var metinn. í öðru lagi var tekið mið af því hversu mikið börnin lásu af tímaritum, teikni- myndablöðum og dagblöðum. í þriðja lagi var stuðst við mat foreldranna á því hversu áhugasöm börnin voru um að lesa í tómstundum sínum. Greining á tómstundavenjum og lestraráhuga fullorðinna þátttakenda Við greiningu á tómstundavenjum fullorðinna þátttakenda voru skoðaðir sömu þættir og hjá börnunum, þ.e. þátttaka í félagsstarfi, í menningarstarfi og notkun fjölmiðla. Þegar áhugi fullorðinna þátttakenda á lestri var metinn töldust þeir hafa áhuga á tómstundalestri sem sögðust lesa að meðaltali eina til tvær bækur á mánuði eða sögðu að það væri nánast dagleg venja hjá sér að lesa. Þá var oft um að ræða fólk sem sagðist hafa fyrir venju að lesa á kvöldin áður en farið væri að sofa og þá iðulega í stuttan tíma í senn. Einnig var miðað við hversu mikið fólk las af öðru efni en bókum, til dæmis dagblöðum eða tímaritum. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar í rannsókninni var áhersla lögð á að athuga hvernig foreldrar geta stutt við lestrar- áhuga barna sinna. Við túlkun á gögnunum var stuðst við kenningar bandaríska uppeldisfræðingsins Diana Baumrind (1966:889-892) sem hefur rannsakað hvaða áhrif mismunandi uppeldisaðferðir foreldra hafa á persónuleikamótun barna, en kenningar hennar hafa haft töluverð áhrif meðal þeirra sem rannsaka samskipti foreldra og barna. Baumrind komst að þeirri niðurstöðu að flokka mætti uppeldis- aðferðir í þrennt, þ.e. leiðandi, skipandi og eftirlátssamar aðferðir. Leiðandi foreldrar eru líklegir til að leggja áherslu á sjálfstæði barna sinna og reyna að leiðbeina þeim á skynsamlegan og málefnalegan hátt. Þeir gera miklar kröfur til barnanna en veita þeim einnig mikla leiðsögn og stuðning og meta það sem börn þeirra gera á jákvæðan hátt. Þessir foreldrar eru ákveðnir en jafnframt næmir fyrir þörfum barna sinna og setja þeim ekki fastar og ófrávíkjanlegar reglur. 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.