Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 18

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 18
UPPELDI O G LESTUR Nokkrir af foreldrunum sögðu að ákveðnar barnabækur væru meðal uppáhalds- bóka sinna eða að vissir barnabókarithöfundar væru í hópi uppáhaldshöfunda sinna. í viðtölum við nokkra af fullorðnu þátttakendunum kom fram að þeim fannst þeir hafa mikla þörf fyrir að tala við aðra um það sem þeir höfðu lesið. „Ef maður hefur verið að lesa einhverja góða bók þá verður maður að segja einhverjum frá henni", sagði einn þeirra. Þetta átti sérstaklega við ef efni bókanna hafði haft sterk áhrif á fólk, þá fannst því það hafa þörf fyrir að deila upplifuninni af lestrinum með einhverjum öðrum. Fólk vildi líka láta vita af því að þarna væri bók sem áhugavert væri að lesa vegna þess að því fannst að „aðrir verði að fá að njóta þess". Fólk talaði jafnframt um að samræður um bækur vektu hjá því forvitni og að þær hefðu áhrif á lestraráhuga þess. Sú venja að ræða við börn um bækur virtist ganga í arf milli kynslóða og í sumum tilvikum mátti rekja hana aftur til fjórðu kynslóðarinnar. Ein af ömmum barnanna lýsti því til dæmis að móðir sín hefði talað mikið við þau systkinin og sagði: „Hún svona spjallaði um það sem við vorum að lesa." Samræður um það sem heimilismenn voru að lesa voru algengar hjá fjölskyldum þeirra barna sem voru áhugasöm um að lesa. „Hún er kannski að hlæja og segir „hlustaðu á þetta" og les upp fyrir mann það sem hún var að lesa um", sagði ein af mæðrunum. Með því að hlusta á frásagnir barnanna og ræða við þau um efni bókanna sýndu foreldrarnir lestri þeirra áhuga og tóku þátt í ánægju þeirra af því sem þau lásu. f leiðinni notuðu þeir oft tækifærið til að vekja athygli barna sinna á bókum sem þeir töldu áhugaverðar fyrir þau. Ein móðirin sagði til dæmis: Hann kemur og segir: „Nú er ég búinn meö pessa og geturðu bent mér á aðra góða". Ég lief svona verið að fikra mig áfram, ég vil helst að hann verði alæta á bækur eins og ég þannig að ég hef tínt í hann allt mögulegt. Þrátt fyrir að foreldrar þessara barna hafi lagt áherslu á að það sé mikilvægt að þau hafi ánægju af því að lesa þá var það einnig algengt að þeir létu í ljós það viðhorf að þau þurfi að læra að hafa bæði gagn og gaman af bókum. Eitt þeirra hafði það til dæmis fyrir vana að fletta upp í alfræðiritum þegar börnin spurðu um einhver atriði: „Þá vita þau alltaf hvaðan þessi vitneskja kom, hún liggur í bókunum." Hjá fjölskyldum þeirra barna sem höfðu lítinn áhuga á lestri voru samræður um bækur og lestur fátíðar og jafnframt var mun sjaldgæfara að foreldrarnir bentu börnunum á bækur sem þeir héldu að þau hefðu gaman af að lesa. í þeim tilvikum sem það átti sér stað var ástæðan yfirleitt sú að foreldrarnir töldu að þau læsu of lítið í tómstundum sínum og ákváðu að gera eins konar átak í því að ýta undir lestur hjá þeim. Þeim fannst það þó ganga „brösuglega" og skila litlum árangri. LESTUR OG UPPELDI Samkvæmt kenningum Baumrind er gert ráð fyrir að bæði eftirlátssamar og skip- andi uppeldisaðferðir verði til þess að börn hljóti ekki næga örvun til að afla sér reynslu og þekkingar á ýmsum sviðum, en að leiðandi aðferðir séu líklegar til að ýta undir sjálfstæði og atorku barna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að A 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.