Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 21

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 21
ÁGÚSTA PÁLSDÓTTIR Það er til dæmis í þessum tímaritum sem ég hefkeypt efni sem ég kæri mig alls ekki um að þau lesi, það er til dæmis hálfgerður sori í þessu innan um. Það var þó ekki auðvelt fyrir foreldrana að varast þetta því umræða um kynferðis- mál birtist víðar en í tímaritum, hana var að finna bæði í útvarpi og sjónvarpi og erfitt að koma í veg fyrir að börnin yrðu vör við hana. Tveir af drengjunum þremur tilheyrðu fjölskyldum þar sem annað foreldrið var skipandi en hitt eftirlátssamt, í einu tilviki notuðu báðir foreldrar skipandi aðferðir. Enda þótt skipandi foreldrar segðust reyna að hvetja syni sína til að lesa þá lýstu þeir þeim sem áhugalitlum um lestur. Afskipti þessara foreldra af lestrarvenjum drengjanna fólust í því að þeir takmörkuðu aðgang þeirra að lesefni og lögðu hömlur á það hvað þeir máttu lesa. Samræður um það sem börnin lásu tíðkuðust almennt ekki og lestur virtist ekki vera sameiginlegt áhugamál foreldra og barna. Þessu er öfugt farið við þær aðferðir sem leiðandi foreldrar notuðu þar sem lögð var áhersla á að börn gætu sjálf valið úr miklu af lesefni og foreldrarnir gerðust þátttakendur í ánægju barnanna af því sem þau lásu með því að spjalla við þau um það og vöktu í leiðinni athygli þeirra á ýmsum tegundum af lesefni. Eftirlátssamir foreldrar Viðhorf eftirlátssamra foreldra var að þótt það væri „allt í lagi að leiðbeina" ef börnin leituðu til þeirra að fyrra bragði, þá væri heppilegra að þau áttuðu sig sjálf á því að hverju áhugi þeirra beindist, en að þeir reyndu að hafa áhrif á það. Einn af feðrunum sagði: Það er best að þau finni það sjálf, það er mín reynsla að það sé best að leyfa mönn- um að átta sig sjálfum. Foreldrarnir kusu þess vegna að draga sig í hlé og láta börnin „nokkuð sjálfala" um að átta sig á því hvort þau vildu nota tómstundir sínar til að lesa. Þó eru dæmi um að eftirlátssamir foreldrar hafi gert tilraun til að ýta undir lestraráhuga hjá börnum sínum, en slíkar tilraunir stóðu yfir í stuttan tíma og voru gefnar upp á bátinn þegar barnið sýndi ekki jákvæð viðbrögð. Eftirlátssamir foreldrar töldu yfirleitt ekki ástæðu til að fylgjast með því hvað börn sín læsu eða að reyna að koma í veg fyrir að þau læsu ákveðnar tegundir af lesefni. Flestir þeirra litu svo á að það væri ekki þörf á því þar sem þeir „þekktu þær bækur sem eru til á heimilinu" og þar væri ekkert sem börnin mættu ekki lesa, auk þess sem börnin „sæktu ekkert í bækur." Sú skoðun var einnig látin í ljós að slík bönn leiði til að það sé „laumast á bak við mann og gripið í það" og því sé gagnslaust að setja börnum einhverjar reglur í þessum efnum. Tvö af þeim börnum sem voru áhugasöm um að lesa tilheyrðu fjölskyldum þar sem annað foreldrið var eftirlátssamt en hitt foreldrið leiðandi. Eftirlátssamir for- eldrar voru algengir í hópi þeirra barna sem höfðu lítinn áhuga á lestri, en sex þess- ara barna tilheyrðu fjölskyldum þar sem ýmist annað foreldrið eða báðir foreldrar notuðu eftirlátssamar aðferðir. Þessir foreldrar létu yfirleitt í ljós þá skoðun að það væri gott fyrir börn að lesa í tómstundum en töldu sig hafa „takmörkuð" áhrif á lestrarvenjur barna sinna. 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.