Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 26
SAMSTARF HEIMILA OG FRAMHALDSSKÓLA
Erlendar rannsóknir sýna að fjölskyldumynstrið hefur breyst mikið í áranna rás
og skólar líka. Þróun skóla var meðal annars á þá leið að þeir stækkuðu og urðu
miðstýrðir og um leið rofnuðu tengsl þeirra við heimilin. Skólastjómendur og kenn-
arar hófu í samvinnu við foreldra að vinna markvisst að því að koma aftur á nánum
tengslum á milli heimila og skóla á öllum skólastigum. Þessi hugarfarsbreyting
varð í kjölfar þess að sýnt hafði verið fram á með rannsóknum að samskipti heimila
og skóla hafa jákvæð áhrif á flesta þætti skólastarfsins (Berger 1995:2). Samstarf
heimila og skóla dafnar því aðeins að skólastjórar séu því hlynntir þar sem skoðun
þeirra á hlutverki skólans í samskiptum við foreldra smitar út frá sér og verður
ráðandi viðhorf (Berger 1995:169, McCaleb 1997:5). Hvort samskipti heimila og
skóla eru góð eða slæm er aftur á móti undir kennurum komið þar sem hið daglega
samstarf hvílir mest á þeim og án samstarfsvilja þeirra gengur það ekki upp
(McCaleb 1997:6). Sumir fræðimenn telja að þótt kennarar skipti höfuðmáli í mennt-
un nemenda, þá geti þeir ekki menntað nemendur án aðstoðar. Þess vegna er nauð-
synlegt fyrir kennara að fá foreldra til að taka þátt í menntunarferlinu (Hamby
1992:61). Þeir hafa einnig bent á að ríkjandi viðhorf undanfarinna ára um að mennt-
un barna sé einungis á ábyrgð menntaðra kennara sé að víkja fyrir þeirri skoðun að
kennarar geti náð betri árangri með því að fá stuðning frá upplýstum foreldrum
(Lynch 1992:304).
ÁHRIF SAMSTARFS HEIMILA OG SKÓLA
Upp úr 1960 komu fram rannsóknir í Bandaríkjunum sem bentu til þess að þátttaka
foreldra í skólastarfi hefði jákvæð áhrif á nemendur. Talað var um jákvæð áhrif á
námsárangur, hegðun nemenda, heimavinnu, viðhorf nemenda til skólans auk
færri fjarvista (Hoover-Dempsey o.fl. 1987:418). Á síðustu árum hafa margar banda-
rískar kannanir sýnt að skólar geti bætt námsárangur nemenda töluvert með því að
fá foreldra til að styðja við nám barna sinna (Berger 1995:6). Flestar rannsóknir á
samstarfi heimila og skóla hafa verið gerðar í grunnskólum og hafa þær sýnt fram á
sterk tengsl milli þátttöku foreldra og námsárangurs. Einnig sýna þær að stuðningur
foreldra og aukinn áhugi skólans á námsgengi nemenda er mikilvægur og líklegur
til að auka vellíðan nemenda og námsframmistöðu (sjá t.d. Atkin og Bastiani 1988,
Dornbuch og Ritter 1988, Epstein 1995:703, Fehrmann o.fl. 1987:331, Hickman o.fl.
1995, Hyde 1992, Mortimore o.fl. 1988:226, Krumm 1988, Wang o.fl. 1990).
í framhaldsskólum hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir á samstarfi heimila og
skóla. Rannsóknir þessar hafa meðal annars leitt í ljós að áhrif slíks samstarfs eru
óháð námshæfni nemenda þar sem bein línuleg jákvæð áhrif eru á milli einkunna
og þátttöku foreldra í félagslífi og námi nemenda. Þessar niðurstöður benda til þess
að foreldrar geti hjálpað nemendum í framhaldsskólum til þess að fá hærri eink-
unnir með því einu að fylgjast með daglegum athöfnum þeirra og hvernig þeim
gengur í skólanum (Fehrmann o.fl. 1987). Weisz (1990:25) segir engan vafa á því að
þátttaka foreldra í skólastarfi skili sér í betri námsárangri og að greindarvísitala hafi
minni áhrif á árangur nemenda en sá stuðningur sem þeir fá heima og ýmsir fræði-
menn telja að aðeins sé hægt að uppfylla kröfur um betri menntun og minna brott-
24