Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 26

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 26
SAMSTARF HEIMILA OG FRAMHALDSSKÓLA Erlendar rannsóknir sýna að fjölskyldumynstrið hefur breyst mikið í áranna rás og skólar líka. Þróun skóla var meðal annars á þá leið að þeir stækkuðu og urðu miðstýrðir og um leið rofnuðu tengsl þeirra við heimilin. Skólastjómendur og kenn- arar hófu í samvinnu við foreldra að vinna markvisst að því að koma aftur á nánum tengslum á milli heimila og skóla á öllum skólastigum. Þessi hugarfarsbreyting varð í kjölfar þess að sýnt hafði verið fram á með rannsóknum að samskipti heimila og skóla hafa jákvæð áhrif á flesta þætti skólastarfsins (Berger 1995:2). Samstarf heimila og skóla dafnar því aðeins að skólastjórar séu því hlynntir þar sem skoðun þeirra á hlutverki skólans í samskiptum við foreldra smitar út frá sér og verður ráðandi viðhorf (Berger 1995:169, McCaleb 1997:5). Hvort samskipti heimila og skóla eru góð eða slæm er aftur á móti undir kennurum komið þar sem hið daglega samstarf hvílir mest á þeim og án samstarfsvilja þeirra gengur það ekki upp (McCaleb 1997:6). Sumir fræðimenn telja að þótt kennarar skipti höfuðmáli í mennt- un nemenda, þá geti þeir ekki menntað nemendur án aðstoðar. Þess vegna er nauð- synlegt fyrir kennara að fá foreldra til að taka þátt í menntunarferlinu (Hamby 1992:61). Þeir hafa einnig bent á að ríkjandi viðhorf undanfarinna ára um að mennt- un barna sé einungis á ábyrgð menntaðra kennara sé að víkja fyrir þeirri skoðun að kennarar geti náð betri árangri með því að fá stuðning frá upplýstum foreldrum (Lynch 1992:304). ÁHRIF SAMSTARFS HEIMILA OG SKÓLA Upp úr 1960 komu fram rannsóknir í Bandaríkjunum sem bentu til þess að þátttaka foreldra í skólastarfi hefði jákvæð áhrif á nemendur. Talað var um jákvæð áhrif á námsárangur, hegðun nemenda, heimavinnu, viðhorf nemenda til skólans auk færri fjarvista (Hoover-Dempsey o.fl. 1987:418). Á síðustu árum hafa margar banda- rískar kannanir sýnt að skólar geti bætt námsárangur nemenda töluvert með því að fá foreldra til að styðja við nám barna sinna (Berger 1995:6). Flestar rannsóknir á samstarfi heimila og skóla hafa verið gerðar í grunnskólum og hafa þær sýnt fram á sterk tengsl milli þátttöku foreldra og námsárangurs. Einnig sýna þær að stuðningur foreldra og aukinn áhugi skólans á námsgengi nemenda er mikilvægur og líklegur til að auka vellíðan nemenda og námsframmistöðu (sjá t.d. Atkin og Bastiani 1988, Dornbuch og Ritter 1988, Epstein 1995:703, Fehrmann o.fl. 1987:331, Hickman o.fl. 1995, Hyde 1992, Mortimore o.fl. 1988:226, Krumm 1988, Wang o.fl. 1990). í framhaldsskólum hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir á samstarfi heimila og skóla. Rannsóknir þessar hafa meðal annars leitt í ljós að áhrif slíks samstarfs eru óháð námshæfni nemenda þar sem bein línuleg jákvæð áhrif eru á milli einkunna og þátttöku foreldra í félagslífi og námi nemenda. Þessar niðurstöður benda til þess að foreldrar geti hjálpað nemendum í framhaldsskólum til þess að fá hærri eink- unnir með því einu að fylgjast með daglegum athöfnum þeirra og hvernig þeim gengur í skólanum (Fehrmann o.fl. 1987). Weisz (1990:25) segir engan vafa á því að þátttaka foreldra í skólastarfi skili sér í betri námsárangri og að greindarvísitala hafi minni áhrif á árangur nemenda en sá stuðningur sem þeir fá heima og ýmsir fræði- menn telja að aðeins sé hægt að uppfylla kröfur um betri menntun og minna brott- 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.