Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 28
SAMSTARF HEIMILA OG FRAMHALDSSKÓLA
þrjá flokka: Ekkert samstarf, lítið samstarf og töluvert samstarf. Flokkun skólanna
var síðan notuð við gerð úrtaks, þar sem dregnir voru út tveir skólar, einn áfanga-
skóli og einn bekkjarskóli, úr hverjum flokki. Var þetta gert til að tryggja að í úrtak-
inu væru skólar sem endurspegluðu allar gerðir foreldrasamstarfs og ólíkar gerðir
skóla þannig að það gæfi rétta mynd af þýðinu.
Til að kanna viðhorf fólks til samstarfs var lögð fyrir könnun í sex framhalds-
skólum. í nemendaúrtaki voru 320 og svöruðu 314 eða 98%. í foreldraúrtaki voru
296 og endanlegt svarhlutfall var 187 eða 63%. í kennaraúrtaki voru 319, skil voru
193 eða 60,5%. Lélegt svarhlutfall foreldra og kennara rýrir nokkuð niðurstöður
rannsóknarinnar og því varasamt að alhæfa niðurstöðurnar yfir á alla foreldra og
kennara. Einnig gæti verið skekkja í úrtakinu á þá leið að þeir sem hafa áhuga á
málinu hafi frekar svarað en þeir sem eru áhugalausir. Að vísu var gerð brottfalls-
könnun meðal foreldra þar sem tekið var tuttugu manna slembiúrtak úr brottfalli
og viðkomandi foreldrar beðnir um að svara könnuninni í gegnum síma. Spear-
mans hró fylgnistuðullinn var notaður til að bera saman svör brottfallshóps við
svör foreldra og kom alls staðar fram marktæk fylgni á svörum þessara tveggja
hópa. Er það vísbending um að úrtakið sé ekki mjög skekkt og að brottfall hafi jafn-
vel óveruleg áhrif á niðurstöður foreldrakönnunar.
Framkvæmd
Könnun á umfangi samstarfs (umfangskönnun) fólst í því að tekin voru viðtöl við
skólastjóra og/eða námsráðgjafa í flestum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæð-
inu. í viðtölunum voru notaðar fyrirfram ákveðnar spurningar sem fylgt var eftir
með frekari spurningum, þar sem spurt var nánar út í ákveðin atriði eftir aðstæð-
um. í kjölfar þessara viðtala var búinn til spurningarlisti þar sem reynt var að koma
inn á öll þau atriði er komu fram í viðtölunum. Þessi spurningarlisti var síðan send-
ur til allra framhaldsskóla úti á landi þar sem ekki reyndist unnt að heimsækja þá.
Viðhorf nemenda, foreldra og kennara til samstarfs var athugað með spurningar-
könnun (megindleg aðferð). Könnunin var lögð fyrir þessa þrjá hópa þar sem sam-
starf heimila og skóla snertir alla þessa aðila og ræðst af virkni þeirra og áhuga
(Ferm 1994). Spurningarlisti var unninn með hliðsjón af gátlista þróuðum af kennur-
um Kvennaskólans en listirtn var notaður við úttekt á skólanum (Kvennaskólinn í
Reykjavík 1995). í þessari rannsókn var nýttur sá hluti listans er fjallar um samstarf
heimila og skóla. Einnig var notast við spurningarlista eftir Schaeffer og Betz (1992).
Þar sem ekki fannst tilbúinn spurningarlisti sem nýttist í þessari rannsókn voru þar
að auki samdar nokkrar spurningar með hliðsjón af fræðilegri umræðu og tilgátum
verkefnisins. Gerðir voru þrír spurningarlistar, einn fyrir nemendur, annar fyrir for-
eldra og sá þriðji fyrir kertnara. Listarnir eru í meginatriðum eins en þeir eru sniðnir
að mismunandi úrtakshópum og ólíkum aðstæðum þeirra. Spurningarlistarnir voru
athugaðir með tilliti til áreiðanleika og réttmætis og forprófaðir í einum skóla.
Urvinnsla
I umfangskönnuninni var fundið miðgildi jákvæðra svara og þeir skólar sem voru
með lægra gildi flokkaðir með lítið samstarf við heimili, en skólar með jafnmörg
26