Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 35
ELÍN THORARENSEN
ur í framhaldsskólum virðast ekki vita hvað átt er við með samstarfi heimila og
skóla og þekkja ekki þann ávinning sem í því felst þeim til handa.
Það viðhorf að íslenskir unglingar eru sjálfstæðari en jafnaldrar þeirra á ná-
grannalöndunum er vel þekkt í daglegri umræðu. Lágur sjálfræðisaldur hingað til
auk almennrar þátttöku unglinga á vinnumarkaði hefur eflaust átt mikinn þátt í að
ýta undir sjálfstæði íslenskra ungmenna. Þegar rannsókn þessi fór fram fengu
unglingar sjálfræði við upphaf framhaldsskóla eða sextán ára. Mörgum unglingum
finrist eflaust mikilvægt að halda í nýfengið sjálfstæði og telja að sjálfræði þýði að
foreldrum þeirra komi ekki lengur við hvað þeir aðhafast, hvorki í skólanum né
annars staðar. Niðurstöður rannsóknarinnar endurspegla þetta viðhorf ungling-
anna að nokkru leyti þar sem þeir hafa ekki áhuga á því að foreldrar þeirra verði
sýnilegir í skólastarfinu. Sjálfstæði nemenda kemur ef til vill líka fram í því að
rúmlega helmingur nemenda segist sjaldan eða aldrei fá aðstoð við heimanám sem
er athyglisvert í ljósi mikils brottfalls í framhaldsskólum (Gerður G. Óskarsdóttir
1993:55, Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg A. Jónsdóttir 1992:59). Fróðlegt væri að
skoða eftir nokkur ár hvort hærri sjálfræðisaldur hefur einhver áhrif á viðhorf nem-
enda til samstarfs.
Hér á landi hefur verið takmörkuð umræða um gildi foreldrasamstarfs við fram-
haldsskóla og unglingar því sennilega hvorki meðvitaðir um áhrif þess né í hverju
það felst. Það gæti skýrt andstæður í svörum nemenda þegar spurt er almennt um
samstarf og síðan þegar spurt er um afmarkaða þætti þess. Meirihluti nemenda
telur óþarft að auka samstarf en finnst upplýsingamiðlun mikilvæg og vill auka
hana. Bendir það til þess að nemendur líta ekki á upplýsingamiðlun sem hluta af
samstarfi heimila og skóla. Líklegt er að þeir álíti samstarf heimila og skóla felast í
þáttum eins og heimsóknum foreldra í skóla eða þátttöku í félagslífi þeirra, en slíkt
samstarf þekkja flestir nemendur úr grunnskóla. í framhaldsskóla er ekki þörf á
slíku samstarfi, þörfin snýr meira að upplýsingamiðlun og persónulegum sam-
skiptum. Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að mikilvægt sé fyrir skóla,
sem ætla að taka upp samstarf við heimili nemenda eða efla það, að kynna fyrir
nemendum í hverju samstarf felst og hvaða ávinnings má vænta af því. Með slíkri
fræðslu má koma í veg fyrir misskilning og neikvæðni nemenda gagnvart sam-
starfi.
Meirihluti foreldra hefur jákvæð viðhorf til samstarfs, telur að það skili sér í
árangursríkara skólastarfi og því sé mikilvægt að auka það. Stór hópur foreldra vill
að samstarf sé mikið öll árin. Foreldrar vilja einkum samstarf um þætti er tengjast
náminu beint en hafa minni áhuga á að skipta sér af stjórnun eða innri málefnum
skólans. Foreldrar telja að ýmis upplýsingamiðlun henti best í samstarfi og hafa
takmarkaðan áhuga á að starfa í foreldrafélögum. Menntun foreldra virðist hafa
áhrif á viðhorf þeirra til samstarfs. Foreldrar með meiri menntun virðast hafa já-
kvæðari viðhorf til samstarfs en foreldrar með minni menntun. Niðurstöðurnar
sýndu líka að töluverður hópur foreldra fylgist með heimanámi og verkefnaskilum
barna sinna. Meira er fylgst með yngri nemendum en þeim sem eldri eru en enginn
munur er á aðhaldi foreldra eftir kynferði nemenda. Gildi þess að foreldrar fylgist
33