Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 36

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 36
SAMSTARF HEIMILA OG FRAMHALDSSKÓLA með námi nemenda er mikið. Mikilvægt er að foreldrar geri sér grein fyrir því að stuðningur þeirra og hvatning til að sinna heimanámi skilar sér oftast í betri námsárangri (Hickmann o.fl. 1995:127-128). Almennt virðast þó foreldrar vera nokkuð meðvitaðir um kosti samstarfs við framhaldsskólana og telja mikilvægt að það verði eflt. Flestir foreldrar hafa kynnst samstarfi í grunnskólum og bregður því oft við er þeir upplifa sambandsleysi framhaldsskólanna. A meðan ég hef unnið að þessari rannsókn hafa margir foreldrar nemenda í framhaldsskólum tjáð mér að þeim finnist sem nærveru þeirra sé ekki óskað í skólunum og að þeir fái það á tilfinninguna að þeim komi ekki við það sem fer þar fram. Margir foreldrar vilja hafa hönd í bagga með námi unglinga sinna og þeir vilja fá að fylgjast með því sem gerist í framhaldsskólum. Þannig að þrátt fyrir lágan sjálfræðisaldur hingað til og töluvert sjálfstæði íslenskra unglinga virðist stór hópur foreldra alls ekki tilbúinn að sleppa af þeim hendinni við sextán ára aldur. Meirihluti sextán til átján ára ung- linga er enn á framfæri foreldra og má því spyrja hvort foreldrar sem kosta börn sín í nám eigi ekki rétt á að vita hvernig því miðar áfram. Meirihluti kennara er hlynntur samstarfi við foreldra, en ítreka ber að lélegt svarhlutfall gæti skekkt niðurstöðurnar. Af þeim kennurum sem svara telur meiri- hluti að samstarf við foreldra geti skilað sér í auknum námsárangri nemenda, þeir eru óánægðir með stöðuna eins og hún er nú og vilja aukið samstarf, án þess þó að það þýði aukið vinnuálag á þá. Kennarar leggja nokkurn veginn sömu áherslur og foreldrar á leiðir í samstarfi, þ.e. þeir vilja upplýsingagjöf milli skóla og heimila og vilja alls ekki að foreldrar komi nálægt ákvarðanatöku eða stjórnun skólanna. Einn- ig kemur fram að flestir kennarar telja mikilvægt að fá þjálfun í að eiga samskipti við foreldra og þjálfun í viðtalstækni til að vera betur undir það búnir að takast á við samstarf við heimilin. Konur í hópi kennara eru hlynntari samstarfi en karlar, en ekki kom fram viðhorfamunur eftir aldri kennara. Sumir kennarar bentu á að foreldrum væri alveg frjálst að hafa samband við skólann ef þeir teldu þörf á því. En eins og fram hefur komið þá finnst foreldrum sem þeir séu ekki velkomnir í skólann og eiga því erfitt með að eiga frumkvæði að samstarfi. Fræðimenn hafa bent á að skólarnir hafi byggt upp múra milli sín og heimilanna og að aðeins þeir sjálfir séu færir um að brjóta þá niður (Hamby 1992:59). Það kemur líka best út ef skólinn hefur frumkvæði að samstarfi og tekur ábyrgð á því að viðhalda samstarfinu (Berger 1995:10). Einnig má spyrja hvaða hagsmunum skólinn sé að þjóna þegar hann lætur það afskiptalaust að nemandi mæti ekki lengur í skólann eða sinni ekki náminu. Nokkrir kennarar og foreldrar bentu á að ýta bæri undir sjálfstæði nemenda í framhaldsskóla, þeir þyrftu að læra að standa á eigin fótum og bera ábyrgð á hegðun sinni og afleiðingum hennar. Eins og Hamby (1992:55) bendir á er markmið með samstarfi heimila og framhaldsskóla alls ekki að taka ábyrgð af nemendum. Markmiðið er frekar að veita foreldrum upplýsingar um daglegan vinnustað ung- linga sem skapa umræðugrundvöll og góð tækifæri til að leggja unglingum lið ef eitthvað kemur upp á. Samstarf heimila og skóla er forvörn og það er nokkuð ljóst að skólarnir hafa engu að tapa í þessum efnum. Slíkt samstarf hefur alltaf jákvæð áhrif á skólastarf, það getur verið margvíslegt og fer nokkuð eftir áherslum sam- 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.