Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 40

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 40
INNTAK SOGUKENNSLU eignaðist sagnaritara var honum ekki ætlað að innbyrða ísland í söguritun sinni enda ekki í stakk búinn til þess. Heimamenn urðu að axla það hlutverk. Þegar Arn- grímur lærði kvaddi sér hljóðs á lærðra manna markaði í Evrópu með varnarritum sínum á latínu um föðurlandið tók af allan vafa að pntria hans væri ísland og verð- skuldaði því eigin og sjálfstæða sögu þó að þetta ættland væri jafnframt í dönsku konungdæmi (Arngrímur Jónsson 1598/1985). Þessa stefnu hafði einnig Guðbrandur biskup og biskuparnir Þorlákur Skúlason og Brynjólfur Sveinsson sem efldu fræðimennsku um og fyrir miðja sautjándu öld. Þorlákur réð Björn Jónsson bónda og fræðara á Skarðsá til að taka saman annála og frásagnir, bæði að segja nýjustu fréttir og að endurrita eftir fornum bókum. Þannig yrðu íslendingar ekki síðri öðrum löndum þar sem fróðleiksmenn „saman taka tíðindi og tilburði, hver í sínu landi og ættjörð" (Tyrkjaránið á íslandi 1627 1906- 1909:215). Þjóðarsögunni er þannig slegið fastri. Þar erum við enn stödd. Það fylgdi hins vegar þjóðarsögunni að forvitnast einnig um það sem gerðist annars staðar. Annálar eru fullir af útlendum fréttum, fróðleik fyrir Islendinga. VIÐKVÆM MÁL Saga sem kennslugrein öðlaðist mikilvægi um leið og skólaganga varð almenn á 19. ötd og í byrjun þeirrar tuttugustu. Pólitísk þjóðernisstefna ætlaði henni hlutverk og það var tvíþætt: Annars vegar að vera ein uppistaðan í almennri menntun og taka þar, ásamt móðurmáli, smám saman við hlutverki klassískra fræða, einkum latínu og kristindómsfræðslu1 (Loftur Guttormsson 1993, Zander 1997, Nielsen 1993). Hins vegar að styrkja innri samstöðu þjóðar með því að teikna upp samfellda fortíð. Seinna hlutverkið varð síðan uppistaðan í því fyrra (Historie 1994:18-19). Bogi Th. Melsted lýsti þessu hlutverki í einni fyrstu kennslubók í sögu á íslensku og sótti fyrirmynd til Danmerkur (Bogi Th. Melsted 1903:VI-VII): Lýðháskólarnir, sem bestan þátt hafa átt í því, að hefja danska alþýðu á æðra menningarstig, nota söguna aðallega til þess að vekja almenning til manndygðar og atorku. Ekkert er betra en sagan til þess, því að hún er vísindin um lífsreynslu þjóðanna. Nú er einn vandinn sá að í lífsreynslu þjóðanna eru málefni, atburðir og persónur sem valda deilum og jafnvel sársauka. Flestar þjóðir eiga álitlega barlest af slíku efni. Finnar eiga borgarastríðið og stríðssögu með Rússum og Þjóðverjum, svo að dæmi sé tekið. Þjóðverjar hlaupast ekki frá nasistatímabilinu þótt fegnir vildu. Bandaríkjamenn búa í fjölþjóðlegu samfélagi sem ekki verður einfaldað í ljósi sögunnar til lengdar. Og íslendingar eiga erfitt með að líta dönsk stjórnvöld fyrri tíma réttum augum. Einstök viðfangsefni af þessu tagi geta valdið taugatitringi en þau eru inntak sem tæpast verður umflúið í sögukennslu. „Er hægt að hugsa sér námskrá í Þýskalandi í lok 20. aldar - og upphafi þeirrar 21. - án inntaks sem héti 1 Loftur Guttormsson (1993) hefur fjallað um ákveðinn þátt í þessum breytingum um síðustu aldamót, þ.e. aukna áherslu á móðurmálskennslu. Um skylda þróun í Svíþjóð má lesa í grein eftir Ulf Zander (1997). Vagn Oluf Nielsen (1993) hefur talsvert fjallað um hlutverk sögunnar til að efla þjóðernisvitund í Danmörku. 38
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.