Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 42

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 42
INNTAK SÖGUKENNSLU ______________________________________________________ HVAÐ ER INNTAK? Inntak eða innihald sögukennslu getur haft mismunandi merkingu. Að lágmarki má ætla að það eigi við tíma og rúm, þ.e. þau tímabil og þá staði á jarðarkringlunni sem fjallað er um. Landnámsöld á Islandi og saga Kína eru því inntak að þessum skilningi. Innan þessa ramma getur þó margt komið til greina og þarf að skera úr um hvað skuli telja til inntaksins og hvað ekki. Námskrársmiðir og kennslubóka- höfundar þurfa að svara spurningunni: Um hvað á sagan að fjalla, hver eru helstu viðfangsefni hennar? Um langa hríð hefur svarið verið þjóðin eða ríkið eins og hér var rakið á undan. Ef þetta er svarið leiðir það okkur að næstu spurningu: Hvað í fari þjóðar eða ríkis er markverðast? Rökrétt virðist vera að þau málefni, atburðir, aðstæður og aðilar sem snerta alla þjóðina eða allt ríkið fái mest vægi. Forystumenn í stjórn- málum og hernaði og frægðarmenn af öðru tagi, stjórnskipulag í löndum, opinber trúmál (kirkja), atvinnuvegir sem flestir stunda eða eru uppistaða í útflutningi, ein- stakir atburðir, samskipti við önnur ríki (ekki síst styrjaldir), hugsanlega fræðslu- mál (einkum í stofnunum) - þetta væru þá helstu efnisþættir. Það gerir málið auðveldara að aðgangur er greiðastur að heimildum sem orðið hafa til fyrir tilstilli landstjórnar og varðveittar voru á hennar vegum. Sagan var sögð með samfelldum þræði og viðteknum einkunnum: Hin glæsta fornöld, aldir áþjánar, ný endurreisn. Hér er dregin einfölduð mynd af paradís sem löngu er glötuð. Innreið félags- sögulegra og fleiri skyldra sjónarmiða beindi sjónum að fleiri þáttum samfélaganna. Fleiri stofnanir fengu athygli, svo sem verkalýðsfélög og jafnvel fjölskyldan; tækni- þróun og vísindi þóttu verðug viðfangsefni, svo og konur og sérhlutskipti þeirra og samskipti kynja, enn fremur börn og gamalmenni, frávik í trúarefnum, siðir og venjur, jafnvel ósiðir. Listinn var orðinn langur og var stundum gripið til þess ráðs að sundurgreina söguna eftir efnissviðum: Hagsaga, trúarbragðasaga, hugmynda- saga. Oft var fallið frá því að rekja samfelldan þróunar- og tímaþráð og í stað þess staldrað við valda þætti, kafað í samfélag á ákveðnum tímapunkti til að greina margslungnari vef en „rauði þráðurinn" hafði gefið til kynna einn saman. Allt eru þetta „áþreifanlegir" efnisþættir. En sagan gat einnig fengið inntak sem er til hliðar við þetta. A sjöunda og áttunda áratug aldarinnar birtust aðfcrðir sög- unnar með sterkari hætti í skólakennslu en áður, jafnvel svo að kalla má inntak eða efnisþátt í sjálfu sér. Að greina áreiðanleika, bera saman heimildir, spá í eyður, álykta um athafnir manna og aðstæður og leita orsaka og afleiðinga - þetta voru áhersluþættir sem komust inn í námskrár. Heimildarýni þótti verðugur inntaks- þáttur sums staðar (með útgáfu á heimildaheftum í kjölfarið) og síðar einnig upp- lýsingaöflun, sömuleiðis framsetning efnis, einkum í ritgerð; loks söguleg rökræða (Historie 1994:19-25). Á stöku stað var sjálft valið á efnisþáttum í tíma og rúmi ásamt vali á aðferðum og færniþáttum gert að verkefni. Inntak sögunnar varð leit að inntaki. í þessari grein er fjallað um mismunandi skilning á inntaki sögukennslu. Ekki verður lögð jöfn áhersla á alla þætti samtímis og því má virðast að nokkurs ósam- ræmis gæti á skilgreiningum inntaksins. Einnig verður vikið að því hvernig fjallað er um inntak, einkum í námskrám. Margar leiðir eru til. Inntak má tilgreina ítarlega 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.