Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 44
INNTAK SOGUKENNSLU
einungis vegna stærðarinnar á drögunum í bókarformi (663 blaðsíður með kennslu-
dæmum og útlistunum) heldur var þetta í fyrsta sinn sem leiðbeiningar af þessu
tagi voru gefnar út fyrir öll fylki Bandaríkjanna. Hér var um að ræða uppskrift að
sjö námsgreinum sem kenndar voru um allt hið mikla land. Aðdragandinn var sá
að blásið hafði verið til átaks í menntamálum í tíð George Bush forseta þar sem
stefnt var að því að veita bandarískum börnum menntun „á heimsmælikvarða"
(Diegmueller og Viadero 1995):
Hjá þjóð, sem jafnan hefur sett það á vald heimamanna á hverjum stað hvað kennt
er í skólum, var öll viðmiðasetningin tákn um róttæka stefmibreytingu. Hún gat
haft það í fór með sér að barn í fátæklegustu þorpum Alaska fengi hugsanlega að
læra það sama og barn í auðmannahverfum Connecticut.
1 kjölfar þessa var m.a. tekið til við að semja námskrá í sögu og hafði sú vinna
heimasveit sína í Kaliforníuháskóla í Los Angeles en fjármagnið til verksins kom frá
menntamálaráðuneyti alríkisstjórnarinnar og opinberum hugvísindasjóði á lands-
vísu, „National Endowment for the Humanities" (NEH). Að verkinu kom fjöldi
fólks, háskólasagnfræðingar, kennarar, fulltrúar áhugafélaga, minnihlutahópa og
fylkisstjórna, alls um 200 manns. Svo þegar drög að landsnámskrá í sögu kom út fór
allt í bál og brand og landið logaði í illdeilum.
Tónninn í gagnrýninni var gefinn í grein í Wall Street Journal 26. október 1994,
nokkrum dögum áður en námskráin kom út á prenti. Lynn Cheney hét höfundurinn
og greinin nefndist „Endalok sögunnar". Ekki bætti úr skák að höfundurinn hafði
verið forstöðumaður þess sama sjóðs, NEH, sem mest styrkti verkefnið. Hvað olli
reiði Cheney og hinna gagnrýnendanna, þar á meðal öldungadeildar Bandaríkja-
þings sem felldi með 99 atkvæðum gegn einu að setja námskrána í gildi? (Cheney
1994):
ímyndið ykkur drög að sögu Bandaríkjanna þar sem George Washington rétt
bregður fyrir og er aldrei lýst sem fyrsta forseta okkar..,19 sinnum er minnst á
McCarthy og McCarthyisma. Ku Klux Klanfær einnig sinn skammt, 17 sinnum.
Hvað einstaklinga snertir er Harriet Tubman nefnd sex sinnum en hún var
Afríku-Ameríkumaður sem hjálpaði þrælum að flýja um jarðgöng. Tveir hvítir
karlmenn, sem voru uppi samtíma Tubman, Ulysses S. Grant og Robert E. Lee, eru
hvor um sig nefiidir einu sinni (sáfyrri) eða aldrei (sá seinni). Alexander Graham
Bell, Thomas Edison, Albert Einstein, Jonas Salk og Wright-bræður birtast alls
ekki.
Hér er ljóst hvað veldur ágreiningi. Það eru mismunandi skoðanir á inntaki sem
varðar þjóðarímyndina. Annars vegar sú sýn að bandarískt samfélag sé sprottið af
evrópskum rótum og hafi síðan mótast af atburðum, stofnunum og forystumönn-
um í sjálfstæðisbaráttu hvítra nýlendubúa, landnámi og borgarastríði. Hins vegar er
það viðhorf að samfélagið sé fjölmenningarþjóðfélag sem reki einnig ættir til Afríku
og (í vaxandi mæli) Asíu auk áhrifa frá frumbyggjum Ameríku. Þetta sjónarmið
speglast í heiti fyrsta tímabilsins í námskránni yfir sögu Bandaríkjanna: „Þrír
heimar mætast."
Þessi ólíku sjónarmið eru ekki ný. Þó að opinber söguskoðun hafi verið sú að
bandarískt þjóðfélag væri eitt og það væri reist á vestrænum hugmyndagrunni
42