Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 49

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 49
ÞORSTEINN HELGASON Grunnskólar (Hauptschule, 5.-10. ár) Bæjaralands hafa fengið nýja sögunámskrá þar sem upplýsingaöflun, rýni og tjáning eru áréttuð í inngangskafla sögunnar en efnisþættir hennar tíundaðir við hvert ár. Tímaröð ræður vali þeirra að mestu en þau eru engu að síður fjölbreytt og má greina ýmis sjónarmið síðustu ára í vali þeirra. f 7. bekk er t.d. gert ráð fyrir að fjallað sé um „Evrópuvæðingu" heimsins, heimssigl- ingar og landafundi og í því samhengi um Rómönsku Ameríku frá nokkuð mann- fræðilegu sjónarmiði, bæði um 1500 og á líðandi stund. Siðaskiptin eru á dagskrá, enn 'fremur einveldisstjórnarfar og um leið byggingar og bæjarskipulag sem verður til í Bæjaralandi á tímum þess. Hugað skal að hversdagslífi í Bæjaralandi á 17. og 18. öld og sögulegum menningarverðmætum. Franska byltingin er til umfjöllunar, at- burðarás hennar og aðstæður og eirtnig áhrif hennar á mannréttindahugsun nú- tímans. Stjórnmálasaga Þýskalands á 19. öld er á námskrá 7. bekkjar, einnig félags- og atvinnulífssaga frá fremur hefðbundnu stofnanasjónarmiði. Loks er bent á þrjú verkefni til þverfaglegrar verkefnavinnu: 1) gamalt fólk fyrr og nú, 2) félagsmál og tækni og iðnbylting 19. aldar, gjaman unnin út frá dæmi í heimabyggð og 3) nátt- úruhamfarir fyrr og nú (Lehrplanfiir die bayerische Hauptschule 1997). ÍSLAND Nokkru fyrir 1970 hófst átak í rannsóknum, ráðgjöf og tilraunastarfi hér á landi sem stefndi að nývæðingu og umbótum á íslensku skólastarfi. Starfið fólst m.a. í endur- skoðun á námskrá grunnskóla. Saga, landafræði, félagsfræði, átthagafræði og fleiri greinar voru teknar nýjum tökum undir samheitinu samfélagsfræði af hópi undir forystu Wolfgangs Edelsteins, velmenntaðs uppeldisfræðings frá Max Planck-stofn- uninni í Berlín. Hann var vel kunnugur aðstæðum á Islandi enda sleit hann hér barnsskónum. Fjölskylda hans hafði flúið Þýskaland undan ofsóknum nasista vegna gyðinglegs uppruna. Wolfgang var því heimsborgari með sýn til ýmissa átta. Fjöldi manns kom að starfi samfélagsfræðihópsins en grunnhugmyndirnar voru einkum sóttar til Bandaríkjanna, í verkefni sem þar höfðu verið unnin, enn fremur í uppeldis- og félagssálfræðikenningar, m.a. þroskakenningar Jean Piagets. Árið 1977 leit aðalnámskrá í samfélagsfræði dagsins ljós (Sanífélagsfræði 1977). Sumir halda því fram að forsenda breytinga sé þröngsýni. Breytingasinnamir þurfa að einblína á lesti hins gamla til að boða hið nýja með nægilegum eldmóði. Þeir sjást ekki alltaf fyrir og höggva til hægri og vinstri til að ryðja hugmyndum sínum braut. Hefðar- sinnar hugsa fastast um kosti hins gamla og góða og verður starsýnt á flísamar í auga breytingamannsins. I breytingaferlinu gerast síðan óvæntir hlutir, kostir og gallar koma í ljós og ef vel fer tekst samkomulag um lagfæringar og málamiðlun. Jafnvel þó að nýj- ungunum sé hafnað tekur hið gamla lit af þeim og verður ekki samt á eftir. Sagan í búningi samfélagsfræði tók róttækum breytingum í námskrá 1977. Eftir á að hyggja (sem alltaf er auðveldast) er hægt að halda því fram að breytingarnar hafi verið fullmargar í einu. Segja má að þar hafi verið sexföld bylting á ferðinni (Samfélagsfræði 1977:9-11): 1. Sagan átti ekki að vera afmörkuð og sjálfstæð námsgrein heldur „grein á meiði samfélagsfræði". 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.