Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 50

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 50
INNTAK SÖGUKENNSLU 2. Atburða- og stjórnmálasaga þótti ekki nægja lengur heldur þurfti „að lýsa gerð þjóðfélaga á tilteknu tímaskeiði" og leita félagslegra og menn- ingarlegra skýringa. Með þessu væri „komið til móts við fræðileg sjón- armið sagnfræðinnar eins og hún hefur þróast á síðustu áratugum". Enn fremur segir í námskrá samfélagsfræðinnar frá 1977 (Samfélcigsfræði 1977:11): „Tilfinningar og viðhorf eru viðfangsefni samfélagsfræðinnar ekki síður en sýnileg fyrirbæri félagslífsins." 3. Vikið skyldi „frá þeirri kröfu að nemendur fái á þessu stigi eins konar yfirlit yfir helstu atburði sögunnar í heild". í stað þess skyldi hvert við- fangsefni kannað til hlítar, m.a. til að öðlast skilning á „grundvallarhug- tökum og reglum". 4. Astæðan til þess að yfirlitssagan var yfirgefin var ekki síst sú að nem- endur ættu að kynnast sagnfræðilegum vinnubrögðum, einkum á síð- ustu námsárum grunnskóla, „komast í kynni við sögulegar heimildir og þjálfast í að draga af þeim ályktanir". 5. Söguleg viðfangsefni átti að velja „með tilliti til þess hve vel þau henta til að skýra af hvaða rótum þjóðfélög nútímans eru sprottin". Þó skyldi taka sérstakt tillit til menningararfs íslendinga. Enn fremur átti val á við- fangsefnum og aðferðum að taka mið af nýjum hugmyndum og upp- götvunum í félags- og sálvísindum, einkum þroskasálfræði. 6. Nokkur afstæðishyggja er boðuð. Hafa skyldi að leiðarljósi að „rétt svör við spurningum um samfélagið eru ekki til á sama hátt og rétt svör t.d. í eðlis- og efnafræði". Þó þyrfti að hafa í huga „að ekki eru öll viðhorf jafngild né jafngóð rök fyrir hvaða skoðun sem er". I ljósi þess sem áður segir um þjóðina sem grunninntak sögukennslu sést að hér er tekinn annar póll í hæðina. Grunnviðmiðun er hugsanaferli barnsins og félags- fræðileg greining á nútímasamfélagi yfirleitt. Nálgunin að þessu leyti (en ekki alls staðar í samfélagsfræðinni) er afleiðsla, frá alhæfingum (meginhugmyndum) sem tengja saman „lykilhugtök". Dæmi um slíka meginhugmynd á við fjórða námsár þar sem landnám íslands er á dagskrá: „Menn skipuleggja samskipti sín á ýmsa vegu í formi siða, venja, reglna (skráðra og óskráðra) sem jafnframt eru tæki til að viðhalda samfélaginu" (Samfélagsfræði 1977:49-50). Inntak námsins er í þjónustu- hlutverki í þessu sambandi: „Námsefnið á að þjóna þeim lykilhugtökum og megin- hugmyndum sem lagðar eru til grundvallar samfélagsfræðinámi hverju sinni" (Samfélagsfræði 1977:19). í rökum fyrir efnisvali fjórða námsárs er siðferðis- og fé- lagsþroski barna í brennidepli, skilningur þeirra á reglum og skynjun á atburðum í tímaröð sem talinn er eflast mjög um tíu ára aldur. Kennslufræðileg rök mæli með því, segir í námskránni, að sögunám sé hafið með því að „kanna eigin uppruna". Hér á „eigin uppruni" greinilega við um þjóðina (Samfélagsfræði 1977:52): Þekking á uppruna íslendinga og sögur frá fyrstu öldum íslandsbyggðar hafa verið og eru snar þáttur í sjálfsvitund íslendinga og menningararfleifð. Þess vegna hlýt- ur það efni að skipa verulegan sess í námsefni samfélagsfræðinnar. Hér kveður við nýjan tón en hann er ekki grunnstefið í námskránni frá 1977. Ef eitthvað er grunnstef í samfélagsfræðinni (og þar með sögunni) þá mætti kalla það 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.